fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Alþingis hefur verið birt svar Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hversu mörg tilfelli kynsjúkdóma greindust hér á landi árin 2o2o-2023. Svarið er sundurliðað eftir árum, aldri smitaðra og tegund kynsjúkdóma. Alls greindust 11.533 kynsjúkdómatilfelli á þessu tímabili. Nokkuð áberandi er að algengasti kynsjúkdómurinn er klamydía og hæstu smittölurnar sjást oftast í aldurshópnum 15-24 ára en það er þó misjafnt eftir sjúkdómum.

Alls greindust 136 tilfelli af HIV-sýkingum á tímabilinu flest í aldurshópnum 25-34 ára eða 63.

Langalgengasti kynsjúkdómurinn á þessum árum var klamydía en alls greindust 7.396 tilfelli, 64,13 prósent allra tilfella. Mest bar á aldurshópnum 15-24 ára en þar voru tilfellin 4.844. Aldurshópurinn 35-44 ára fylgdi í kjölfarið með 1.893 tilfelli af klamydíu.

Lekandatilfelli voru 701. Þar bar sömuleiðis mest á yngri aldurshópunum. Meðal fólks á aldrinum 15-24 ára voru tilfellin 189 en hjá 25-34 ára voru þau 281.

Tilfelli af Lifrarbólgu B voru 211. Í aldurshópnum 25-34 ára voru tilfellin 65, 66 þegar kemur að fólki 35-44 ára og 52 meðal 45 ára og eldri.

Kynsjúkdómurinn MPX er líklega minnst þekktur allra kynsjúkdóma á listanum en á árunum 2020-2023 greindust 17 tilfelli, flest í aldurshópunum 25-34 ára og 35-44 ára, 6 í hvorum hóp.

Aðeins eru tiltækar tölur yfir sárasóttartilfelli fyrir árin 2020-2022. Alls voru tilfellin 342. Meðal fólks á aldrinum 25-34 ára voru þau 128, 92 hjá 35-44 ára og jafn mörg hjá 45 ára og eldri.

Um 10 prósent allra kynsjúkdómatilfella eru bakraufar- og kynfæravörtur af völdum HPV, 1.147. Þar ber mest á aldurshópnum 15-24 ára með 500 tilfelli en 25-34 ára fylgja þar á eftir með 383 tilfelli.

Lítið fór fyrir flatlús en tilfellin voru 7.

Á listanum yfir tilfelli kynsjúkdóma á Íslandi árin 2020-2023 rekur kláðamaur lestina. Tilfellin voru 1.576 og því skipar kláðamaur annað sætið yfir algengustu kynsjúkdóma á Íslandi. Þar fer mest fyrir 15-24 ára með 492 tilfelli. Í aldurshópnum 25-34 ára greindust 258 tilfelli en meðal 45 ára og eldri voru þau 390.

Sérstaka athygli vekur að meðal 14 ára og yngri voru greind alls 297 tilfelli kynsjúkdóma, á árunum 2020-2023, algengust voru tilfelli af kláðamaur, 266.

Listann í heild sinni er hægt að nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur
Fréttir
Í gær

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt