fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 19:30

Gísli segir röksemdir Salvarar ekki halda vatni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs, segir Umboðsmann barna fara með rangt mál um að ekki hafi verið haft samráð við börn um gerð frumvarpsins. Hann gagnrýnir einnig Ákærendafélag Íslands sem hafði uppi sömu fullyrðingar í neikvæðri umsögn sinni um málið.

DV fjallaði um frumvarpið í gær sem Píratar lögðu fram í annað sinn. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, skrifaði neikvæða umsögn um frumvarpið og sagði ekki rétt að hækka kynferðislegan lágmarksaldur nema í samráði við börn.

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Barna- og fjölskyldustofa skiluðu hins vegar inn jákvæðum umsögnum um frumvarpið.

„Umboðsmaður barna gerir hins vegar neikvæðar athugasemdir við frumvarpið og tekur sérstaklega fram að ekki hafi verið haft samráð við börn um þetta mál. Það er hreinlega alls ekki rétt,“ segir Gísli í færslu um málið á samfélagsmiðlum. „Í fyrsta lagi hef ég rætt þetta mál við unga brotaþola sem hafa upplifað af eigin skinni það hvað þetta gat í löggjöfinni leiðir af sér. Ég hef líka rætt þetta við fulltrúa í ungmennaráðum ýmissa félagasamtaka, þátttakendur á Barnaþingi og á ungmannaráðstefnu UMFÍ.“

Föst í fortíðinni

Gísli reifar einnig neikvæða umsögn Ákærendafélags Íslands sem töldu það vandamál að engar rannsóknir lægju fyrir.

Sjá einnig:

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

„Gögn sýna einmitt að börn undir 18 ára aldri eru mjög stór hópur þolenda og að gerendur eru mjög oft mun eldri. Erlendar rannsóknir sýna hið sama og hefur kynferðislegur sjálfræðisaldur verið að hækka víðast hvar í heiminum,“ segir Gísli. Hann hafi hitt þingmenn víða að úr heiminum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sem hafi sagt mikilvægt að taka á þessu vandamáli. Einnig að það væri verið að vinna að því í viðkomandi löndum.

„Við þurfum að vernda börnin okkar og það er sorglegt að sjá að ákærendur og þau sem eiga að berjast fyrir réttindunum barna í samfélaginu séu ekki tilbúin að skoða málið með opnum huga, heldur eru föst í fortíðinni,“ segir Gísli að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks