Netfundur sjö helstu iðnríkja heims (G7) hefur staðið yfir í dag í boði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC fordæma leiðtogar allra ríkjanna flugskeytaárásir Írana á Ísrael í gærkvöld. Í yfirlýsingu frá fundinum segir ennfremur að reynt verði að vinna að stöðugleika á Miðausturlöndum. BBC greinir frá.
„Með framferði sínu hefur Íran stigið skref í átt að óstöðugleika á svæðinu og aukið hættu á stjórnlausri stigmögnun átaka. Þetta verður að forðast,“ segir í yfirlýsingunni.
Utanríkisráðherra Ítalíu, Antonio Tajani, segir að hann vonist til að Ísrael gæti hófsemi í viðbrögðum við árásinni.