fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Ónákvæmar upplýsingar í söluyfirliti einbýlishúss leiddu til milljóna króna bóta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 13:45

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt seljendur einbýlishúss annars vegar og hins vegar Fasteignamarkaðinn, starfsmann hans Guðmund Theódór Jónsson, og tryggingafélag Fasteignamarkaðains, skaðabótaskyld gagnvart kaupendum einbýlishúss. Segja má að ónákvæmar upplýsingar  í söluyfirliti eignarinnar, þar sem fullyrt var um framkvæmdir sem ekki hafði verið farið í, hafi orðið til þess. Dómurinn var kveðinn upp 27. mars síðastliðinn.

Komst upp vegna framkvæmda

Stefnendur í málinu, kona og karl, keyptu árið 2021 tveggja hæða einbýlishús ásamt bílskúr. Kaupverðið var 125.000 milljónir króna. Guðmundur Theódór Jónsson, löggiltur fasteignasali og einn eigenda Fasteignamarkaðarins, hafði milligöngu um söluna. Í söluyfirliti kom fram að frárennslislagnir væru endurnýjaðar, drenlagnir endurnýjaðar samhliða og nýr brunnur settur á lóð.

Kaupendurnir fengu smið til að framkvæma ástandsskoðun á eigninni. Engar athugasemdir voru gerðar eftir þá skoðun og var skrifað undir kaupsamning. Nokkru síðar voru lagnir myndaðar vegna framkvæmda í kjallara og kom þá í ljós að hvorki höfðu drenlagnir verið endurnýjaðar né nýr brunnur settur á lóð.

Eftir árangurslausar kröfugerðir höfðuðu kaupendurnir mál og byggðu á því að þau hefðu fengið rangar upplýsingar við kaupin og að fasteignin sem þau festu kaup á hefði verið gölluð. Um þetta segir í málsástæðukafla dómsins:

„Í fyrsta lagi hafi frárennslislagnir fasteignarinnar ekki verið endurnýjaðar með þeim hætti sem lýst hefði verið í söluyfirliti heldur einungis undir húsinu og rétt út fyrir húsgrunn. Að öðru leyti séu frárennslislagnir sem tilheyra fasteigninni upprunalegar steinlagnir, samtals 45 metrar að lengd, og liggi meðal annars inn á lóðina að B og svo inn á lóð C og endi við lóðamörk Reykjavíkurborgar og C.

Í öðru lagi hafi engar drenlagnir reynst vera við húsið eða bílskúrinn. Í þriðja lagi sé staðfest að enginn brunnur sé í lóðinni. Staðhæfingar í söluyfirliti um framangreinda þrjá þætti hafi þar með reynst rangar. Fasteignin samrýmist því ekki þeim kröfum um gæði sem leiða hafi mátt af kaupsamningi og forsendum hans, þar með talið söluyfirliti. Þetta hafi fengist staðfest með matsgerð dómkvadds matsmanns. Á þessu beri stefndu ábyrgð.“

Neituðu sök

Allir stefndir aðilar neituðu sök í málinu. Seljendur sögðust hafa veitt réttar upplýsingar um ástand eignarinnar og beri ekki ábyrgð á meintum göllum. Vísuðu þau ábyrgðinni á fasteignasöluna og sögðust hafa veitt henni allar upplýsingar, þar á meðal ítarlegan lista yfir þær framkvæmdir sem ráðist hafir verið í við fasteignina. Á þeim lista sé hvergi minnst á endurnýjun drenlagna og brunn. „Fasteignasölunni hafi verið í lófa lagið að taka umræddan lista beint upp í söluyfirlitið og láta hann fylgja til seljenda í viðskiptunum líkt og almennt tíðkist í fasteignaviðskiptum,“ segir um þetta í texta dómsins.

Þá var einnig borið við að ástandsskoðun hefði verið framkvæmd og engar athugasemdir gerðar eftir hana.

Fasteignasalan bar meðal annar við í málsástæðum sínum að hvað varðar frárennslislagnir sé ósannað að kaupendurnir hafi yfirleitt orðið fyrir tjóni. Ennfremur segir:

„Hvergi hafi verið kveðið á um í söluyfirliti að allar frárennslislagnir utan lóðamarka hefðu verið endurnýjaðar heldur tekið fram í söluyfirliti að húsið hefði verið mikið endurnýjað á sl. 25 árum og hefðu frárennslislagnir hússins verið endurnýjaðar og lagðar í 100 mm plasti. Samræmist það einnig niðurstöðu matsmanns í fyrirliggjandi matsgerð en þar segir að undir botnplötu neðri hæðar séu PVC-lagnir 110 mm sem teljist vera endurnýjaðar. Þar segi einnig að plastlagnirnar endi rétt utan við suðausturhorn hússins þar sem þær tengist steinlögn.“

Varðandi upplýsingar um að drenlagnir hafi verið endurnýjaðar og nýr brunnur settur í lóð, lýsing sem ekki stóðst, segir fasteignasalan að þar hafi verið byggt á munnlegum upplýsingum frá seljendum. Fasteignasalinn Guðmundur sagðist ekki geta borið ábyrgð á því að þær upplýsingar hafi ekki verið réttar enda sé í opinberum gögnum ekki að finna neinar upplýsingar um ástand eða legu lagna, brunn í lóð eða dren. Hinir meintu gallar hafi því ekki verið sjáanlegir og Guðmundur aðeins getað stuðst við upplýsingar frá seljendum. Hann hafi með engu móti getað vitað um þessa galla.

Dómari varpar ábyrgð á seljendur og fasteignasöluna

Í stuttu máli var það niðurstaða dómsins að bæði seljendur hússins og fasteignasalan hefðu gefið kaupendum rangar upplýsingar og bæru þeir aðilar skaðabótaábyrgð. Guðmundur hjá Fasteignamarkaðnum er sagður hafa sýnt gáleysi og er ábyrgð hans metin meiri en seljendanna sem ekki eru sérfræðingar í fasteignaviðskiptum.

Seljendur hússins voru dæmd til að greiða kaupendunum 2.564.644 kr. í skaðabætur. Fasteignamarkaðurinn ehf, Guðmundur  og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. voru hins vegar dæmd til að greiða kaupendunum 3.357.979 kr. Stefndu eiga síðan sameiginlega að greiða kaupendunum 1.660.608 krónur í málskostnað.

Ítarlegan dóm í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT