fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Katrín ekki lengur formaður Vinstri grænna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2024 18:27

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Katrín Jakobsdóttir boðaði fyrr í dag að hún myndi gera hefur hún nú formlega sagt af sér sem formaður Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs.

Í fréttatilkynningu frá flokknum segir að á stjórnarfundi flokksins sem lauk rétt í þessu hafi Katrín sagt  af sér formennsku.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður, muni nú gegna embætti formanns í hennar stað þar til flokkurinn kýs sér nýja forystu. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir ritari flokksins verði staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður.  

Í tilkynningunni segir enn fremur að stjórn Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs vilji:

„Þakka Katrínu Jakobsdóttur fyrir hennar óeigingjarna starf í þágu hreyfingarinnar, í þágu þeirra hugsjóna sem við stöndum fyrir og allt það sem hún hefur lagt af mörkum í baráttunni fyrir þeim hugsjónum í íslensku samfélagi“

Stjórnin þakki henni fyrir farsælt samstarf síðastliðin ár og óski henni góðs gengis í forsetaframboðinu. 

Þá vilji stjórnin fyrir hönd hreyfingarinnar einnig þakka Katrínu fyrir hennar góða starf sem formaður hreyfingarinnar síðastliðin 11 ár, starf hennar sem varaformaður frá 2003 – 2013 og sem þingmaður og ráðherra hreyfingarinnar, segir að lokum í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí