Eldstöðvakerfið sem kennt er við Krýsuvík hefur sofið í margar aldir en það gæti vaknað á ný. Áður fyrr varð hraunrennsli þaðan suður í sjó og þangað þar sem nú er byggð í Hafnarfirði.
Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kveik.
Krýsuvíkurkerfið teygir sig frá ströndinni sunnan við Krýsuvík í Norðlingaholt og upp í Hólmsheiði og Úlfarsfell.
Landris hefur orðið í Krýsuvík á síðustu árum. Land reis þar um nokkra sentimetra á árunum 2009-2010 en seig svo aftur. Einnig varð landsris um nokkra sentimetra haustið 2020 og stöðvaðist síðan.
Þess skal hins vegar getið að fleiri ástæður geta verið fyrir landsrisi og sigi á eldfjöllum en kvika. Það geta verið breytingar á þrýstingi í jarðhitakerfinu, t.d. ef gas kemur inn í það. Það gæti verið skýringin á nýlegu landrisi í Krýsuvík.
Sjá nánar hér.