Þrátt fyrir að vera við það að drukkna í dómsmálum hefur auður Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi frambjóðanda, aldrei verið meiri. Hann hefur nú í fyrsta sinn náð inn á lista Blpomber yfir 500 ríkustu einstaklinga heims og er hann nú metinn á 6,4 milljarða bandaríkjadali.
Virði hans tók stórt stökk kjölfar fregna um að hluthafar fyrirtækisins Digital World Acquisition hafi samþykkt samruna við fyrirtæki Trump sem heldur meðal annars um eignarhlut hans í samfélagsmiðlinum Truth Social.
Fréttirnar gætu ekki komið á betri tíma fyrir Trump sem þarf að greiða 175 milljónir bandaríkjadollara í sekt vegna fjársvika innan nokkra daga.