fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Pútín ávarpaði rússnesku þjóðina: „Óvinir okkar munu ekki sundra okkur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. mars 2024 15:19

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín flutti í dag ávarp til rússnesku þjóðarinnar vegna hryðjuverkaárásarinnar á tónleikahúsið  Crocus City Hall í Krasnog­orsk (nálægt Moskvu) í gærkvöld. „Óvinir okkar munu ekki sundra okkur,“ sagði Pútín. Staðhæfði hann að allir sem grunaðir eru um árásina væru í haldi lögreglu en árásarmennirnir hafi reynt að flýja til Úrkaínu. BBC greinir frá þessu.

Pútín hét því að öllum árásarmönnunum yrði. Þeir hafi af ásetningi myrt með köldu blóði „borgara okkar og börnin okkar“. Pútín sagði: „Hverjir sem þeir eru, hverjir það eru sem stýra þeim, þá endurtek ég: Við munum finna og refsa öllum þeim sem standa á bak við þessa hryðjuverkamenn.“

Pútín sagði mikilvægasta verkefnið núna að koma í veg fyrir að „þeir sem standa á bak við þetta blóðbað fremji nýja glæpi.“

Staðfest dauðsföll í árásinni í gærkvöld, þar sem tónleikagestir voru skotnir til bana af færi og bensínsprengjum varpað inni í húsinu, eru komin upp í 133.

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Meðal þjóðarleiðtoga sem hafa fordæmt hryðjuverkið er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hann segir Ísland fordæma árásirnar harðlega og hugur íslensku þióðarinnar sé hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og rússnesku þjóðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“