Að minnsta kosti 60 eru látnir og yfir 100 særðir eftir árás skotmanna á tónleikahúsið Crocus City Hall í Krasnogorsk í Rússlandi í gærkvöld. Hryðujuverkasamtökin sem kalla sig Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.
Samkvæmt BBC er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás í Rússlandi í næstum tvo áratugi.
Mikill eldur lofaði í þaki hússins en talið er að hryðjuverkamennirnir hafi kveikt í bensínsprengjum inni í húsinu áður en þeir hófu skothríðina.
Óttaslegnir borgarar reyndu að forðast skotríð árásarmannanna með því að leggjast á gólfið. Fjölmargir náðu að komast undan og fara út úr húsinu.
Ekki er vitað hvar hryðjuverkamennirnir halda sig núna og er óttast að þeir hafi komist undan.
Pútin Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um árásina en þjóðarleiðtogar Kína og Indlands hafa sent samúðarkveðjur til hans og rússnesku þjóðarinnar.
Samkvæmt BBC eru 93 látnir og yfir 140 særðir. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við árásina, þar af fjórir árásarmenn.
Russian Concertgoers who were Inside of the Crocus Concert Hall in Moscow when the Terrorist Attack occurred have stated that the Fire stated when the Gunmen began to throw Molotov Cocktails at the Walls and Ceilings, with it then stating when they tried to Evacuate several of… pic.twitter.com/nlRWcra3qP
— OSINTdefender (@sentdefender) March 22, 2024