fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ásmundur ósáttur við stanslaus mótmæli við Alþingishúsið – Herferð hafin gegn fjölskyldufyrirtæki dómsmálaráðherra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2024 20:45

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í ræðu á Alþingi fyrr í dag yfir mikilli óánægju með reglulega veru mótmælenda við Alþingishúsið undanfarið. Munu þessir mótmælendur vera einna helst að krefjast þess að tekið verði á móti fleiri Palestínumönnum hér á landi sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Samtökin No-Borders sem hafa barist um nokkra hríð fyrir því að Ísland geri umbætur á mótttökum sínum og meðferð gagnvart flóttafólki hafa gripið til þess ráðs að hefja herferð um að sniðganga Kjörís, fyrirtæki fjölskyldu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra til að mótmæla aðgerðum hennar í málefnum flóttafólks.

Ásmundur nýtti tækifærið til að viðra óánægju sína undir dagskrárliðnum störf þingsins:

„Dögum og vikum og nú mánuðum saman hefur hópur Palestínumanna og stuðningsfólks hælisleitenda frá Palestínu mótmælt við Alþingishúsið. Mótmæli hafa byrjað í upphafi hvers þingdags og staðið fram undir kvöld. Fjöldi Palestínumanna og stuðningsmanna þeirra hafa barið og lamið þinghúsið að utan, lamið á glugga og slegið á trumbur, blásið í flautur og valdið ónæði, ótta og óþægindum.“

„Fólkið í landinu undrast þessa framkomu sem er einkennileg birtingarmynd þakklætis þessa fólks fyrir hæli sem því er veitt hér. Þegar ég birti færslu um atganginn á fésbókinni í gær hélt fólk að þetta væri í fyrsta skipti sem slíkur atgangur ætti sér stað hér við þinghúsið. Það er með ólíkindum að þingmenn, ráðherrar og starfsfólk Alþingis skuli þurfa að þola þessa ömurlegu framkomu og óþægindi dag eftir dag, dögum og vikum saman.“

Er Ásmundur þar að vísa til færslu sem hann birti á Facebook síðu sinni í gær þar sem hann birtir myndband sem hann tók af mótmælendunum en þar má sjá þá berja í trommur og berja í glugga þinghússins. Skrifar Ásmundur í færslunni:

„Svona sýnir fólk þakklæti fyrir gestrisni Íslendinga.“

„Þessu fólki“

Ásmundur heldur því fram að mikil ógn stafi af mótmælendunum, sem af myndbandi hans að dæma virðast ekki ýkja margir, og lýsir miklum efasemdum um að hyggilegt sé að veita Palestínumönnum hæli hér á landi:

„Það er með ólíkindum hvernig Palestínumenn, sem hingað hafa leitað hælis, sýna þjóðþinginu og Íslendingum þakklæti sitt. Hér bera skattgreiðendur kostnað af veru þeirra og húsnæði, heilbrigðisþjónustu og fjölskyldusameiningu og þetta er þakklætið sem þjóðinni er sýnt. Við erum að kalla yfir okkur fólk sem ber með sér þessa ógnarmenningu, fólk sem beitir hótunum til að ná fram kröfum sínum, hefur ráðist að þingmanni og gerir sig líklegt til að vinna okkur sem hér störfum líkamlegt tjón.“

„Virðulegur forseti. Er ekki mál að linni? Það er sjálfsögð krafa að vinnufriður og vernd okkar sem hér störfum sé tryggð. Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi ógn sem stafar af menningarheimi feðraveldisins sé að breyta þeirri mynd sem við Íslendingar höfum alist upp við. Er vilji til þess að innflutt reiði og hatur í garð jaðarhópa verði fest í sessi með þessu fólki.“

Sniðganga Kjörís

Samtökin No Borders styðja mótmælendur og sendu frá sér tilkynningu þar sem boðuð er herferð um að sniðganga Kjörís, fyrirtæki fjölskyldu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og raunar boða samtökin sniðgöngu alls sem tengist Sjálfstæðisflokknum. Á Facebook-síðu samtakanna segir:

„Sniðgöngum Kjörís og sendum þannig skýr skilaboð að við styðjum ekki viðbjóðslegt framferði dómsmálaráðherra og flokksins í lögreglumálum og aðför þeirra að flóttafólki!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku