fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Túristarnir trúðu ekki eigin augum – „Holy shit“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem þurftu að rýma Bláa lónið trúðu vart sínum eigin augum þegar þeir fóru út fyrir hússins dyr á laugardagskvöldið, rétt eftir að enn eitt eldgosið hófst á Reykjanesskaga.

Meðfylgjandi myndband birtist á YouTube í gærkvöldi en á því má sjá hvað blasti við ferðamönnum þegar þeir yfirgáfu hótelið í flýti. Í myndbandinu heyrist líka vel í háværum viðvörunarflautum sem ómuðu um svæðið. „Holy shit,“ heyrist í einum í hópnum.

Ferðamaður sem var á Silica-hótelinu í Bláa lóninu þegar gosið hófst lýsir því í færslu á Reddit að hann hafi verið að borða kvöldmat ásamt fjölskyldu sinni þegar ósköpin byrjuðu.

Lýsir ferðamaðurinn því að ljósin í salnum hafi skyndilega byrjað að blikka. „Svo kom viðvörunarhljóðið og þetta var svona blanda af yfirvegun og panikki sem tók við,“ segir viðkomandi.

„Við drifum okkur inn í herbergi og tókum dótið okkar saman á meðan starfsfólk hljóp á milli herbergja til að koma fólki í lobbíið. Þegar við komum út tók á móti okkur blóðrauður himinn og reykur yfir öllu svæðinu. Maður heyrði í drununum í gosinu. Allt í allt tók þetta um 20 mínútur að koma öllum út af svæðinu til Reykjavíkur þar sem við fengum að fara á annað hótel.


                                                
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram