fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Andstyggilegir hópar herja á börn og neyða þau til að gera niðurlægjandi hluti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfsverkefni bandarísku fréttamiðlanna Washington Post og Wired, þýska blaðsins Der Spiegel og rúmenska blaðsins Recorder hefur varpað ljósi á óhugnanlega hópa á netinu sem virðast hafa það eina markmið að niðurlægja börn og láta þau framkvæma hrikalega hluti.

Vakin er athygli á því að lýsingar í þessari frétt kunna að vekja óhug.

Neydd til að afhöfða hamsturinn sinn

Fréttamiðlarnir sem nefndir eru hér að framan unnu hver sína umfjöllun og voru efnistökin ólík þó umfjöllunarefnið væri í grunninn það sama; netníðingar sem lokka börn til sín í miður fallegum tilgangi, til dæmis í gegnum forrit eins Discord eða leiki á borð við Minecraft og Roblox.

Í umfjöllun Washington Post er einstaklingur sem kallaði sig Brad kynntur til sögunnar. Hann komst í kynni við 14 ára stúlku og lokkaði hana til að senda sér nektarmyndir. Þetta var í apríl 2021 en um leið og stúlkan sendi honum myndirnar byrjaði Brad – ásamt öðrum netníðingum – að hóta því að senda myndirnar á bekkjarfélaga hennar í Oklahoma nema hún gerði ákveðna hluti.

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að Brad og netníðingarnir hafi ekki verið á eftir peningum. Til að koma í veg fyrir að myndirnar færu á bekkjarfélaga stúlkunnar þurfti hún að gera allskonar hluti. Hún var neydd til að skera notendanöfn þeirra djúpt í lærið á sér, drekka vatn úr klósettskál og afhöfða hamstur sem hún átti sem gæludýr. Á meðan horfðu þeir á í gegnum Discord. Þetta hélt áfram þar til næsta verkefni stúlkunnar var lagt fyrir hana, að svipta sig lífi.

„Það er ótrúlegt hvað þetta gekk hratt fyrir sig,“ segir móðir stúlkunnar í samtali við Washington Post.

FBI hefur varað við hópunum

Í umfjölluninni kemur fram að netníðingarnir, fullorðnir karlmenn og ungir drengir, hafi tilheyrt alþjóðlegum hring sem herjað hefur á þúsundir barna og neytt þau til að gera skelfilega hluti. Erfitt getur verið að koma auga á meðlimi þessara hópa sem skipta um notendanöfn til að hylja slóð sína og birtast svo annars staðar undir nýju nafni.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, varaði í september síðastliðnum við átta hópum sem tengjast kúgunum af þessu tagi: Nöfn þessara hópa voru 676, 764, CVLT, Court, Kaskar, Harm Nation, Leak Society, og H3ll. Hóparnir væru að herja á ungmenni á aldrinum 8 til 17 ára og kúga þau til að fremja sjálfsskaða í þeim tilgangi að skemmta sér og öðrum.

Í tilviki stúlkunnar sem fjallað er um hér að framan var nafn hópsins 764 en hópurinn var nefndur eftir póstnúmeri stofnanda hópsins árið 2021. Bent er á það í umfjöllun Washington Post að samfélagsmiðlar eins og Facebook og Instagram hafi fengið mikla gagnrýni fyrir hversu illa hefur verið tekið á málum sem lúta að öryggi notenda. Í flestum tilvikum noti níðingarnir aðrar leiðir til að ná til fórnarlamba sinna, til dæmis Discord og Telegram þar sem erfitt er að rekja slóð meðlima.

Mota sig af „afrekum“ sínum og gefa ráð

Í einum spjallhópi á Telegram, sem telur um fimm þúsund meðlimi, deila notendur sín á milli myndefni sem sýna meðal annars lík og börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Svo monta þeir sig af gjörðum sínum og hvetja hvorn annan áfram og deila upplýsingum sín á milli um hvar hugsanleg fórnarlömb leynast. Í skilaboðum sem birtust í apríl í fyrra sagðist einn hafa undir höndum 18 mínútna klámfengið myndefni af barni og „það væri 14 stúlkan þann mánuðinn“.

„Megintilgangur þeirra er valda þér skelfingu,“ segir Anna, ung kona og fórnarlamb meðlima 764, í samtali við Wired. „Þeir vilja að þú þjáist og að þú sviptir þig lífi. Þetta eru sjúkir einstaklingar.“

Hér má nálgast umfjöllun Washington Post

Hér má nálgast umfjöllun Wired.


Í þessari frétt er fjallað um sjálfsskaða og jálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu