Eldgos hófst klukkan 20:23 á Reykjanesskaga á milli Hagafells og Stóra-Skógfells.
Það var mikið sjónarspil þegar gosið hófst enda dagur kominn að kveldi, enn bjart, en myrkrið handan við hornið.
Eldfjalla- og náttúruváhópur Suðurlands birtir myndskeið sem sýnir upphaf gossins.
Eins er hægt að spóla til baka í útsendingu vefmyndavélar mbl.is og sjá þegar gosið hófst.