fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Eldaði beikonið ekki nógu vel – Heilinn fylltist af bandormseggjum

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. mars 2024 22:30

Myndir af heila mannsins. Mynd/American Journal of Case Reports

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að bandormsegg sem fundust í heila sjúklings hafi komist þangað vegna þess að hann innbyrði vaneldað beikon.

Breska fréttastofan Sky News greinir frá þessu.

Maðurinn, sem er 52 ára gamall, fann fyrir miklum hausverkjum og leitaði til læknis. Taldi hann að um mígreni væri að ræða en læknum fannst tilfellið vera óvenjulegt. Hausverkjunum fjölgaði stöðugt og þeir ágerðust. Þá brást maðurinn ekki við neinni lyfjameðferð. Vildu læknarnir því gera frekari rannsóknir og sem betur fer.

Þegar höfuð mannsins var myndað kom í ljós fjöldi bandormseggja í heilanum. Var hann loks greindur með sýkingu sem kallast neurocysticerocis en hún kemur úr bandormi sem heldur til í vöðvum svína. Skrifuð var grein upp úr rannsókninni í tímaritið American Journal of Case Reports.

Óvanalegt mál

Maðurinn hafði ekki ferðast til neinna landa þar sem mataröryggi er oft ábótavant. Þá neitaði hann að hafa borðað hráan mat eða mat úr matvögnum. Hann hins vegar viðurkenndi að gæða sér reglulega á lítið elduðu beikoni. Telja vísindamennirnir að þarna sé skýringin komin. Vaneldað beikon og skortur á handþvætti hafi valdið þessu.

Manninum var gefið ormalyf og bólgueyðandi lyf og hjöðnuðu verkirnir þá. Að sögn vísindamannanna er mjög óvanalegt að fólk í Bandaríkjunum sýkist af þessum bandormi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“