fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Líkin tvístruð við hellismunnann – „Það sem við sáum var ljótt“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. mars 2024 15:00

Mynd tekin úr þyrlu. Mynd/Lögreglan í Valais.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur skíðagöngufólks sem varð úti í svissnesku Ölpunum um helgina gróf sér snjóhelli til þess að reyna að lifa af í miklum snjóbyl. Myndir af hellinum, sem teknar voru úr þyrlu, hafa nú verið birtar.

Fimm af þeim sex sem fórust voru úr sömu fjölskyldunni, fólkið var á aldrinum 21 til 58 ára. Ætluðu þau að ganga frá skíðasvæðinu Zermatt til Arolla við Matterhorn fjallið. En fórust á fjallinu Tete Blanche. Neyðarkall barst á laugardag en ekki var hægt að koma þeim til bjargar vegna óveðursins sem skall á.

Á myndunum sjást greinilega fótspor fólksins á fjallinu við nokkuð stórt op. Augljóst er að þau hafi reynt að grafa sér snjóhelli til þess að skýla sér frá bylnum. Það hafi hins vegar ekki tekist, þau hafi eitt af öðru misst meðvitund vegna ofkælingar.

Urðu hrædd og tvístruðust

Hinir látnu eru Svisslendingar, frá bænum Valais. Þetta eru þrír bræður og tveir frændur þeirra sem bera eftirnafnið Moix. Sjötti göngumaðurinn er 28 ára kona, Emilie Deschenaux, vinkona eins bræðranna. Hún er sú eina sem hefur ekki enn þá fundist samkvæmt breska blaðinu The Daily Mail.

Þrír hinna látnu. Jean Vincent, Marc og David Moix.

„Það sem við sáum var ljótt. Við sáum að skíðagöngufólkið hafði reynt að grafa helli til þess að verja sig fyrir vindinum,“ sagði Anjan Truffer, björgunarstjóri Air Zematt, sem stýrði flugbjörgunaraðgerðunum. „Skíðagöngufólkið fraus til dauða hátt uppi, ringlað.“

Sagði hann að líkin hefðu verið dreifð um svæðið. Það hafi bent til þess að fólkið hefði orðið mjög hrætt og misst stjórnina, skömmu áður en þau misstu meðvitund.

Björgun ómöguleg

Christian Varone, lögreglustjóri í Valais og samstarfsmaður eins göngumannanna, sagði á blaðamannafundi að björgunarfólk hefði komist nálægt því að setja sig í hættu við að reyna björgun.

Aðstæðurnar á fjallinu voru ómögulegar til björgunar. Mynd/Lögreglan í Valais.

„Við vorum að reyna hið ógerlega. Stundum verður maður að játa sig sigraðan fyrir náttúrunni,“ sagði hann. Björgunarfólk hafi reynt að fara upp á fjallið en þurft að snúa við til að setja sig ekki í lífshættu.

Sjá einnig:

Hópur skíðafólks fraus í hel í Svissnesku Ölpunum

Það sama sagði Truffer í blaðaviðtali. Vindur hafi verið mjög sterkur, snjókoma mikil, skyggni lítið og veruleg hætta á snjóflóðum. Hvorki þyrlur né göngufólk hafi komist til göngufólksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar