fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Stóra glímumálið hjá UMFN – Kærðu formanninn vegna samskipta við Skattinn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 09:00

Guðmundur og Ólafur mættust á hitafundi þar sem Guðmundur vildi skýr svör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilurnar í tengslum við glímudeild UMFN ætla engan endi að taka. Nú hefur stofnandi deildarinnar, Guðmundur Stefán Gunnarsson, og félagar hans í deildinni kært Ólaf Eyjólfsson formann UMFN fyrir tilraun til fjárdráttar.

Guðmundur greindi frá kærunni í viðtali við Víkurfréttir fyrir skemmstu. Þar segir Guðmundur:

„Ástæðan fyrir því að við kærum formann félagsins er raunverulega sú að hann byrjar á því að senda póst á RSK og ætlar að leggja niður deildina, mig minnir að þetta hafi verið á föstudegi. Á mánudegi reynir hann að loka reikningum deildarinnar og færa peningana yfir á aðalstjórn.“

Vísar hann þar í lög UMFN. En í 29. grein segir að eignir deildar sem lögð er niður skuli renna í aðalsjóð eftir fimm ár.

Í viðtalinu segir Guðmundur einnig að glímudeildinni hafi verið vikið úr félaginu. Það hafi hann fengið tilkynnt á afmælisdag sinn.

„Þeir sendu mér bréf þess efnis að aðalstjórn hafi vikið glímudeildinni úr félaginu á afmælisdaginn minn þrátt fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin meira en viku fyrr – ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun,“ segir hann.

DV náði tali af Ólafi en hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að yfirlýsing yrði send út eftir helgi.

Harðar deilur

DV hefur ítrekað fjallað um deilurnar innan UMFN síðan árið 2022. Guðmundur stofnaði deildina og hefur haldið starfi hennar gangandi. Um tíma var hins vegar íþróttahúsinu lokað og tilkynnt að æfingum væri aflýsti í einhvern tíma.

Sjá einnig:

Stríð í UMFN – Stofnandi glímudeildar rekinn en neitar að fara – „Á meðan þeir skipta ekki um sílinder á hurðinni þá verða æfingar“

Hafði Guðmundur verið borinn sökum um ýmsa hluti. Hæst fór umræðan um að hann hefði tekið keppnisdýnur ófrjálsri hendi sem áttu að fara til annars félags í Reykjanesbæ. Ágreiningur stóð um eignarhaldið á dýnunum. Var Guðmundi hótað lögsókn vegna þessa.

Greint var frá því að eiginkona hans, Eydís Mary Jónsdóttir, hefði stigið fram vorið 2022 og sagt „stóra dýnumálið“ tilkomið vegna atferlis eltihrellis sem hafi ofsótt þau síðan árið 2019 og grafið undan þeim með baktali og óhróðri.

Einnig var greint frá því að önnur kona, Auður Sigurðardóttir, hafi á samfélagsmiðlum sagt að framkoma glímufólksins hafi ekki alltaf verið með ágætum gagnvart júdódeildinni. Hafi meðal annars verið krotað á upplýsingatöflu júdófólks og myndir af þjálfurum skemmdar.

Vildi skýr svör

Guðmundur fundaði með forsvarsmönnum UMFN, þar með talið formanninum Ólafi í októbermánuði árið 2022. Var sá fundur tekinn upp og hefur DV upptökuna.

Gekk Guðmundur hart á þá að greina frá því hvað lög hann hefði brotið ellegar staðfesta það að hann hafi ekki brotið nein lög. Ásakanir hefðu heyrst úti í bæ, raktar frá félaginu, og nefndi nafn Hámundar Arnar Helgasonar, framkvæmdastjóra félagsins, í því samhengi.

Sjá einnig:

UMFN-stríðið:Eiginkona Guðmundar stígur fram og greinir frá ofsóknum eltihrellis

„Ég er að biðja ykkur um einfaldan hlut. Ég vill fá staðfestingu á brotum mínum með rökstuðningi eða staðfestingu á því að þessar ásakanir séu bull. Samkvæmt persónuverndarlögum á ég rétt á þessu,“ sagði Guðmundur á fundinum og gekk hart á stjórnina. „Þessu máli lýkur ekki að minni hálfu fyrr en ég hef fengið svör.“

Forsvarsmennirnir höfnuðu þessu hins vegar. „Við teljum að við höfum ekki verið að sverta þitt mannorð eða ásaka þig um nein lögbrot út í bæ,“ heyrist einn þeirra segja.

„Á meðan þið eru að ýja að einhverju þá liggur þetta á mér,“ sagði Guðmundur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu