fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Stríð í UMFN – Stofnandi glímudeildar rekinn en neitar að fara – „Á meðan þeir skipta ekki um sílinder á hurðinni þá verða æfingar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 18:54

Guðmundur Stefán Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar og margbrotnar deilur hafa verið í kringum Glímudeild UMFN í langan tíma. Einn stofnandi deildarinnar, Guðmundur Stefán Gunnarsson, hefur verið rekinn úr stjórn deildarinnar en hann starfar þó áfram fyrir deildina og heldur í raun starfi hennar gangandi. Hann segir í viðtali við DV að hann sé sjálfboðaliði, foreldri og afleysingaþjálfari og á meðan hann sé í slíkum hlutverkum sé erfitt að reka hann.

DV hefur borist nokkuð af ábendingum um meinta ámælisverða hegðun Guðmundar í störfum hans fyrir UMFN. Ábendingunum hafa fylgt hugmyndir að viðmælendum en þegar til á að taka vilja þeir aðilar ekkert láta hafa eftir sér. Eru þessi deilumál og efni þeirra mörg hver hulin öðrum en þeim sem til þekkja. Í því samhengi er skemmst að minnast fréttar sem DV birti í mars þar sem greint var frá mikilli ólgu í kjölfar starfsloka hjá pólskum kvenkynsþjálfara hjá félaginu.

Sakaður um að stela dýnum

Nýlega var Guðmundur sakaðir um að taka keppnisdýnur í heimildarleysi og staðfestir hann sjálfur að það hafi verið meginástæða þess að hann var rekin úr stjórn. „Dýnurnar áttu að fara til nýtt félag í Reykjanesbæ og eftir sátu tugir krakkar með sárt enni og enga von á að stunda sína íþrótt í sínum heimabæ. Glímudeild Njarðvíkur hafði ekki vitneskju um gjörðir hans og hafa unnið hörðum höndum með aðalstjórn UMFN til að leiðrétta það og að öllum líkindum þarf að rannsaka nánar íþróttastarfsferilinn hans,“ segir viðmælandi DV sem heldur því fram að þetta dýnumál hefði getað orðið að lögreglumáli.

Á vefsíðu UMFN er nú að finna tilkynningu þar sem segir að allar æfingar í glímudeildinni falli niður um óákveðinn tíma frá og með 8. apríl. Segir enn fremur að boðað verði til þjálfarafundar og foreldrafundar á næstu dögum. Áður auglýstur aðalfundur deildarinnar hafi ekki verið löglega boðaður og verði því boðaður aftur síðar af aðalstjórn UMFN.

Guðmundur Stefán Gunnarsson segir hins vegar við DV að ekkert af þessu sá satt. Æfingar hafi ekki fallið niður og séu í gangi enda mæti bæði þátttakendur og þjálfarar á þær. Aðalfundur deildarinnar verði haldinn 20. apríl eins og áður var boðað.

Segir að framkvæmdastjórinn og formaðurinn séu orðnir þreyttir á sér

„Ég er búinn að vera í 11 ár í þessu sjálfboðaliðastarfi og er fyrir löngu kominn með leiða, ekki síst út af öllum þessum árásum sem ég verð fyrir, en ég get ekki skilið deildina eftir svona allsbera,“ segir Guðmundur, sem er ekki tilbúinn að hætta strax. Hann viðurkennir að „dýnumálið“ sé helsta ástæðan fyrir því að nú hefur enn og aftur soðið upp úr innan UMFN út af málefnum glímudeildarinnar:

„Hámundur Örn framkvæmdastjóri og Ólafur Eyjólfsson formaður eru orðnir þreyttir á mér því ég ef frekur eða ákveðinn, eftir því hvernig fólk vill orða það.“ Hann segist ekki hafa verið tilbúinn að láta taka dýnur af deildinni eins og staðið hafi til.

Guðmundur bendir á að glímudeildin sé sér rekstrareining með eigin kennitölu og aðalstjórn UMFN geti ekki skipað henni fyrir:

„Þeir hafa ekkert vald til þess að fresta aðalfundi og hann verður haldinn 20. apríl. Þessi aðalstjórn hefur ekkert með okkur að gera, við megum ekki stofna til skulda en þess utan ráðum við okkur sjálf og þess má geta að fjárhagur deildarinnar er mjög góður og traustur. Þeir geta ekki heldur rekið neinn úr deildinni, síst af öllu einhvern sem er bara sjálfboðaliði og foreldri og afleysingaþjálfari,“ segir Guðmundur en hann viðurkennir að honum hafi verið hótað lögsókn út af dýnumálinu en krakkar í öðru, nýstofnuðu félagi áttu að fá að nota dýnurnar.

Guðmundur segir að hluti af stríðinu öllu sé sá vilji margra innan UMFN að losna við „jaðaríþróttir“ eins og júdó og glímu út úr félaginu. „En við erum stærsta glímudeild landsins, erum með Evrópumeistara, heimsmeistara og Íslandsmeistara í flestum greinum – og góða fjárhagsstöðu.“

Guðmundur ítrekar að æfingar haldi áfram þrátt fyrir tilkynningu um annað á heimasíðunni: „Á meðan þeir skipta ekki um sílinder á hurðinni þá verða æfingar,“ segir hann.

Innanfélagsmál, segir formaðurinn

DV náði sambandi við Ólaf Eyjólfsson, formann UMFN, en svar hans við fyrirspurnum var stutt og einfalt: „Þetta er innanfélagsmál sem er í vinnslu en við tjáum okkur ekki um það opinberlega.“ Annað vildi hann ekki láta hafa eftir sér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar