fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Bjóða 1% söluþóknun af sölu íbúðarhúsnæðis

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 16:53

Sævar Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasala Sævars Þórs hefur ákveðið að bjóða fasta 1% söluþóknun vegna sölu íbúðarhúsnæðis. Fasteignasalan er systurfyrirtæki lögmannsstofunnar Sævar Þór & Partners. 1% söluþóknun er með því lægsta sem gerist á markaðnum en algeng söluþóknun er í kringum 1,5%.

,,Með því að bjóða lága söluþóknun eða 1% viljum við vega upp á móti ástandinu í samfélaginu. Það er búið að vera mikið af vaxtahækkunum undanfarið sem hefur verið erfitt fyrir fólkið í landinu og ekki síst seljendur og kaupendur á fasteignamarkaði. Við viljum með þessu koma til móts við þá sem eru að selja og kaupa íbúðir,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali. Innifalið í þóknun fasteignasölunnar er myndataka og þjónustugjald fyrir seljanda. Virðisaukaskattur bætist síðan ofan á 1% söluþóknunina eins og eðlilegt er.

Sævar Þór segir aðstæður erfiðar á fasteignamarkaði vegna hins háa vaxtakostnaðar. ,,Það er enn eftirspurn eftir eignum þótt það hafi vissulega kólnað aðeins á markaðnum í þessu árferði,“ segir hann.

Sævar Þór fékk réttindi sem fasteignasali árið 2012. ,,Ég hef í störfum mínum verið að aðstoða umbjóðendur við sölu og kaup á fasteignum og hef því langa reynslu af fasteignamarkaðinum. Það hefur margt breyst á stuttum tíma. Verð á eignum hefur flökt mikið til dæmis leiðréttist fasteignaverð mikið eftir stóra efnahagshrunið 2008 á árunum 2015 til 2016. Svo kom COVID sem hafði gríðarleg áhrif, sérstaklega á sölu atvinnuhúsnæðis sem lækkaði að raunvirði um rúmlega 21%. Verð á atvinnuhúsnæði kom hvað verst út í COVID á meðan verð á íbúðarhúsnæði hækkaði meira á því tímabili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?