fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þolandi myglu í Orkuveituhúsinu vann mál gegn vinnuveitanda sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. mars 2024 15:10

Mynd: Hanna Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði  í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 á árunum 2016 og 2017 hefur fengið viðurkennda skaðabótaskyldu þáverandi vinnuveitanda síns vegna veru hennar í heilsuspillandi húsnæði sem leiddi til þess að hún varð að hætta störfum vegna veikinda.

Konan starfaði hjá fyrirtækinu DK Hugbúnaður sem var með hluta af húsinu til leigu á þessum tíma. Mikil vandamál vegna rakaskemmda og myglu komu upp í húsnæðinu. Konan stefndi DK Hugbúnaði, tryggingafélagi fyrirtækisins, VÍS, og Orkuveitunni.

Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 26. febrúar, telur að Orkuveitan sé ekki skaðabótaskyld þar sem ekki sé hægt að sjá að fyrirtækið hafi getað brugðist öðruvísi við kvörtunum varðandi mögulegar skemmdir á húsnæðinu en það gerði.

Konan hélt því framframganga DK Hugbúnaðar í málinu hefði verið ólögmæt og saknæm: „Tjón stefnanda sé enda afleiðing saknæmrar og ólögmætrar háttsemi fyrirsvarsmanna félagsins, sérstaklega að hún hafi verið látin vinna á hinum sýkta vinnustað að Bæjarhálsi 1 á tímabilinu júní 2016 til mars 2017 og athafnaleysis þessa stefnda með að útvega stefnanda fullnægjandi vinnuaðstöðu. Jafnframt séu afleiðingar veikinda/sjúkdóms hennar bótaskyldar á sama grundvelli úr
ábyrgðartryggingu stefnda sem hafi verið í gildi hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf.,“ segir í dómnum um málsástæður konunnar. Hélt hún því fram að DK Hugbúnaður hefði vanrækt að framfylgja lögboðnum skyldum sínum samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Dómurinn byggði á mati dómkvaddra matsmanna þess efnis að „stefnandi hafi orðið fyrir varanlegum heilsubresti af starfsaðstæðum að Bæjarhálsi 1 vegna raka og myglu þannig að líkur á umtalsverðum bata séu hverfandi. Leikur því ekki vafi á heilsutjóni stefnanda og á orsakatengslum þess við starfsaðstæður að Bæjarhálsi 1 frá júní 2016 til mars 2017 þótt umfang tjónsins hafi ekki enn verið metið í samræmi við skaðabótalög nr. 50/1993.“

Dómurinn taldi að DK Hugbúnaður hefði ekki brotið gegn þeim lögum og reglum sem konan vísaði í en dregur engu að síður þá ályktun af málsatvikum að fyrirtækið hafi ekki haft frumkvæði að því að bregðast við þeim vanda sem kominn var upp í húsnæðinu, en hafi þess í stað reitt sig algjörlega á upplýsingar frá Orkuveitunni og beðið eftir aðgerðum vegna ástandsins af hálfu hennar. „Þetta andvaraleysi virðist hafa valdið því að stefndi hafi sýnt velfarnaði starfsmanna sinna visst skeytingarleysi þar sem undir hælinn virðist jafnvel hafa verið lagt hvort upplýsingum sem forsvarsmönnum félagsins bárust hafi verið komið á framfæri við starfsmenn, jafnvel þótt meðstefndi Orkuveita Reykjavíkur hefði beinlínis óskað eftir því að upplýsingar yrðu framsendar til starfsmanna,“ segir í dómsniðurstöðu.

Niðurstaðan er sú að skaðabókaskylda DK Hugbúnaðar vegna líkamstjóns konunnar, sem á rætur að rekja til viðveru hennar í Orkuveituhúsinu að Bæjarhálsi 1, er viðurkennd. Greiðsluskylda úr ábyrgðartryggingu fyrirtækisins hjá VÍS er viðurkennd. Jafnframt voru DK Hugbúnaður og VÍS dæmd til að greiða málskostnað upp á tæplega 5,4 milljónir króna í ríkissjóð, en konan naut gjafsóknar.

Orkuveitan var hins vegar sýknuð í málinu.

Ítarlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn