fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rannsókn lögreglu á gluggagægjunum lokið – „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 12:34

Málið var í skoðun hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Mynd/Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á tengslum sorphirðumanna við tvö innbrot á Álftanesi. Engin tengsl hafa fundist.

Þetta staðfestir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Hafnarfirði við DV. „Þeir hafa engin tengsl við nein innbrot,“ segir Helgi.

Aðspurður um hvort búið sé að upplýsa innbrotin tvö, sem framin voru við Túngötu á Álftanesi segir Helgi svo ekki vera.

„Við erum fullviss um það að það séu engin tengsl þarna á milli,“ segir hann.

Áhyggjur íbúa

DV greindi frá því í morgun að málið væri til skoðunar hjá lögreglu. Mikil umræða hefur spunnist á samfélagsmiðlum um hugsanleg tengsl sorphirðumanna.

Sjá einnig:

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi

Lýsa íbúar því að þeir hafi sést kíkja á glugga og fara inn í garða og palla. Þegar komið hefur verið að þeim hafi þeir orðið mjög vandræðalegir. Höfðu sumir íbúar áhyggjur af því að sorphirðumennirnir væru að skanna svæði fyrir innbrotsþjófa.

Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, sagði að þessi umræða dúkkaði stundum upp. Fyrirtækið reyndi að koma þeim skilaboðum til starfsmanna sinna hvaða hegðun sé ekki leyfileg því freistandi væri fyrir þá að stytta sér leið í gegnum garða. Skoðun fyrirtækisins hefði hingað til hins vegar ekki sýnt nein tengsl sorphirðumanna við innbrot.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“