fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Everest fjall að breytast í ruslahaug – 20 þúsund kíló af mannaskít

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 19:00

Ruslið er orðið mikið vandamál á hæsta tindi heims. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar telja að gegndarlaus sorp og skólplosun á Everest fjalli geti ekki gengið til lengdar. Sóðaskapur fjallgöngufólks er mikill og ekkert fyrirtæki sem sér um að fjarlægja sorpið, enda væri það mjög hættulegt verk.

Í umfjöllun Mail Online um málið kemur fram að talið er að um 50 tonn af rusli séu á fjallinu sjálfu og 75 tonn verði eftir í grunnbúðum á hverju ári. Fyrir ofan grunnbúðirnar eru þrjár aðrar búðir, sú hæsta af þeim, búðir númer þrjú er sú mengaðasta.

Hefur vandamálið orðið svo slæmt að fjallgöngumönnum hefur verið skipað að koma með sinn eigin kúk niður af fjallinu í poka. Kúkurinn er urðaður í pitti neðan við grunnbúðirnar.

Veita sífellt fleiri leyfi

Everestfjall og svæðið þar um kring er á Heimsminjaskrá UNESCO. Á svæðinu eru um 200 þorp Sjérpa, sem hafa atvinnu af því að fylgja fjallgöngumönnum upp á tindinn. Um 7 þúsund manns búa í þorpunum en 60 þúsund erlendir fjallgöngumenn og ferðamenn koma á hverju ári auk þúsunda annarra nepalskra leiðsögumanna.

Halarófa upp á Everest. Mynd/Getty

Fjöldi fjallgöngumanna sem fá að klífa Everest hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Fjöldinn tvöfaldaðist á aðeins þremur árum, 2014 til 2017. Er þetta rakið til þess að ríkisstjórn Nepal veitir sífellt fleiri leyfi, enda gefa þau vel í aðra hönd. Það kostar fjallgöngumann í heildina um 18 milljónir króna að klífa tindinn.

Skilja eftir tjöld og mannaskít

Alls er komið með á bilinu 900 til 1000 tonn af rusli og úrgangi á svæðið á hverju ári. Stærstur hlutinn verður eftir. Í þrjátíu ár hefur verið reynt að tæma grunnbúðirnar af rusli og í tíu ár hafa fjallgöngumenn verið skikkaðir til að koma niður af fjallinu með að minnsta kostið 18 kíló af eigin rusli, ellegar tapa 550 þúsund króna tryggingu.

Árangurinn af þessum aðgerðum er hins vegar takmarkaður. Enn þá er skilið eftir mikið af tjöldum, búnaði og mannaskít á fjallinu.

Sums staðar er einfaldlega ekki hægt að vera að huga að rusli. Einkum í hæstu búðunum, þaðan sem fjallgöngumenn klífa mjög hratt upp á topp og hratt aftur niður. Þá skilja þeir eftir hluti því það er einfaldlega ekki öruggt að taka þá með niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði