fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ný sárasóttarsmit ekki verið jafn algeng á Íslandi síðan á tímum „ástandsins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 14:30

Hermenn á Sandskeiði í síðari heimsstyrjöldinni. Mynd: Wikimedia Commons. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis og heimilislæknir rifjar upp í nýjasta tölublaði Læknablaðsins grein um kynsjúkdóma sem rituð var í blaðið árið 1915 en höfundur hennar var Maggi Júlíusson Magnús sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Í lok greinarinnar reifar Anna Margrét hins vegar ástand þessara mála í dag og segir að nýgengi sárasóttar á Íslandi í dag hafi ekki verið hærra síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tíma var Ísland fullt af erlendum hermönnum og talað var um svokallað „ástand“ þegar kom að nánum kynnum þeirra við íslenskar konur.

Anna Margrét fjallar einnig um nýgengi lekanda. Hún segir að árið 2022 hafi greinst 158 manns með lekanda á Íslandi og tíðni tilfella aukist hjá bæði körlum og konum. Bráðabirgðatölur sóttvarnalæknis fyrir árið 2023 sýni að kringum 340 manns hafi greinst með lekanda í fyrra og sé það mikil aukning milli ára. Tæplega 75 prósent þeirra sem hafi greinst með lekanda í fyrra séu karlmenn og 75 prósent með íslenskt ríkisfang. Árið 2022 hafi 50 einstaklingar á Íslandi greinst með sárasótt, tæplega helmingur þeirra sé með íslenskt ríkisfang. Af þessum einstaklingum séu 82 prósent karlmenn. Fyrstu 7 mánuði ársins 2023 séu komin jafnmörg tilfelli og allt árið 2022. Sjúkdómurinn hafi greinst að stórum hluta hjá karlmönnum sem stundi kynlíf með öðrum karlmönnum en ljóst sé að hann nái einnig til annarra hópa.

Anna Margrét segir að margt hafi áunnist í baráttunni við kynsjúkdóma síðan Maggi skrifaði grein sína árið 1915 en staðreyndin sé samt sú að nýgengi sárasóttar á Íslandi í dag hafi ekki verið hærra síðan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og nýgengi lekanda ekki verið hærra síðustu 30 ár. Fleiri sýni séu þó tekin í dag, sem skýri að hluta til aukningu greininga.

Grein Önnu Margrétar í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“