fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Baldur gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang – „Er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 13:30

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spyr, er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð og fá stjórnvöld frá 1973 til baka?“ 

spyr Baldur Borgþórsson fyrrum varaborgarfulltrúi. Í færslu á Facebook ber hann saman viðbrögð stjórnvalda við eldgosinu í Eyjum árið 1973 og rýmingu Grindavíkur 10. nóvember 2023.

Stjórnvöld ákváðu árið 1973 að reisa 500 hús til að mæta húsnæðisvanda Eyjamanna, fyrstu húsin voru afhent fjórum mánuðum eftir gos, níu mánuðum seinna var búið að afhenda öll húsin. Í dag rúmum þremur mánuðum eftir rýmingu í Grindavík er önnur umræða um frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga.  Margir Grindvíkingar eru enn á hrakhólum í húsnæðismálum. 

Segir Baldur að árið 1973 hafi stjórnvöld komið í veg fyrir þenslu á fasteignamarkaði og síðast en ekki síst að óþægindi og óvissa Eyjamanna drægust á langinn. Í dag dragist hins vegar nagandi óvissuástand íbúa Grindavíkur á langinn og fasteignamarkaðurinn byrjar að bólgna út af þenslu.

Svokölluð Viðlagasjóðshús voru byggð á um tuttugu stöðum á landinu til að mæta húsnæðisþörf Eyjamanna eftir Vestmannaeyjagosið, þar á meðal í Grindavík.

Baksíða Morgunblaðsins 1. júlí 1973.

„23.janúar 1973 :

Eldgos hefst í Eyjum.

Ríflega 5000 íbúar þurfa að yfirgefa heimili sín og fengu inni hjá vinum,ættingjum og fleirum í fyrstu.

Stjórnvöld taka ákvörðun um að reisa 500 hús til að mæta vandanum.

4 mánuðum síðar eru fyrstu húsin afhent.

9 mánuðum síðar hafa öll 500 húsin verið afhent.

Þegar Eyjamenn snúa aftur til Eyja eru húsin seld fyrir meira andvirði en til var kostað.

Komið var í veg fyrir þenslu á fasteignamarkaði og síðast en ekki síst að óþægindi og óvissa Eyjamanna drægjust á langinn.

Í dag eru mörg þessara húsa enn við hestaheilsu og eftirsótt, þrátt fyrir byggingahraða á sínum tíma.

Svona á að gera hlutina.

10.nóvember 2023 :

Grindavík rýmd, 4000 íbúar þurfa að yfirgefa heimili sín og öllum má vera  ljóst að reisa þarf ný hús fyrir að minnsta kosti hluta íbúa.

14.janúar er ljóst að reisa þarf ný hús fyrir alla íbúana.

Stjórnvöld taka ákvörðun um að ræða málin.

3 mánuðum síðar er ákveðið að ræða málin frekar….

Á meðan dregst nagandi óvissuástand íbúa Grindavíkur á langinn og fasteignamarkaðurinn byrjar að bólgna út af þenslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu