fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Taldi 76 hundakúka í göngutúrnum – „Fólk er að stíga í þetta“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 19. febrúar 2024 12:00

Þessir haugar sáust á aðeins 15 metra kafla. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar mikil og þykk snjóþekja er að víkja á höfuðborgarsvæðinu vegna hlýinda kemur önnur þekja í ljós. Þekja brúns hundaskíts sem hefur verið falin í sköflunum en bráðnar ekki eins og fönnin.

Þeir sem verða mest varir við þennan ófögnuð eru hundaeigendur sjálfir. Enda eru þeir hvað mest á göngu. En einnig börn og aðrir gangandi vegfarendur vitaskuld.

Ólafur Kári Júlíusson, hundaeigandi í Grafarvogi, var á göngu í gær og taldi 76 hundakúka sem urðu á vegi hans. Þeir sem eru á myndinni voru allir á aðeins 15 metra kafla.

Afurðir afturendans

Ólafur segist ekki hafa farið út gagngert til þess að telja. „Alls ekki. Ég fer daglega í göngu með hundinn. Svo fór einn og einn að skjóta upp kollinum. Í djóki tók ég upp á því að telja þá,“ segir hann.

Hann skrifaði glettna færslu og birti í nokkrum hverfagrúbbum til þess að vekja athygli á þessum sóðaskap. Ljóst væri að hundarnir í hverfinu væru að fá ljómandi gott fóður því hægðirnar væru til fyrirmyndar. Jafnvel örlaði fyrir smá öfundsýki hjá miðaldra manni sem þyrfti að huga að trefjum.

Skítur
play-sharp-fill

Skítur

Benti hann á að hundurinn sinn væri áhugasamur um þessar afurðir afturendans. Það kæmi fyrir að hann stigi í þetta og stundum sæist glitta í smá kúk í skegginu hans.

Auðveld freisting

„Þetta er ábyggilega auðveld freisting fyrir fólk að falla í. Það er bara mannlegt,“ segir Ólafur. Á hann við að þegar mikill er snjórinn er auðvelt fyrir hundaeigendur að skófla yfir skítinn með fætinum í stað þess að taka upp í poka og setja í næstu tunnu. Glæpurinn yrði þá alla vega falinn í nokkurn tíma.

Ólafur er ekki einn um að birta færslur og myndir af hundaskít núna í þýðunni. Það hafa fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu gert. Einn íbúi í Hafnarfirði birti til að mynda myndband af fjölmörgum lortum sem hún hafði fundið í garðinum sínum og kringum húsið.

„Nú er allt að koma í ljós,“ segir Ólafur. „Þetta er sóðalegt og leiðinlegt, hvimleitt. Fólk er að stíga í þetta.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Hide picture