fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Miklar skemmdir sjáanlegar í Fellsmúla – Myndir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 09:48

Mynd/DV-KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum ætti að vera kunnugt varð stórbruni í Fellsmúla í Reykjavík í gær þegar kviknaði í dekkjaverkstæði N1. Eldurinn breiddist nokkuð út um húsið, þá einkum á efri hæð þess, þar sem dekkjaverkstæðið er ásamt fleiri fyrirtækjum en með eldvörnum og snarræði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins tókst að koma í veg fyrir að fleiri fyrirtæki á neðri hæð hússins yrðu eldinum að bráð. Einnig tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir að Hreyfilshúsið sem liggur þétt upp að húsinu sem kviknaði í myndi standa í ljósum logum.

Sjá einnig: Stórbruni í Fellsmúla – Allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn-Myndir og myndbönd

Um mikinn eld var að ræða og slökkvistarfi lauk ekki fyrr en tæpum hálfum sólarhring síðar. Kristinn Svanur Jónsson ljósmyndari DV var á vettvangi brunans fyrr í morgun og tók nokkrar myndir. Á þeim má glöggt sjá hversu miklar skemmdir urðu en ljóst er að þær höfðu þó getað orðið mun meiri. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan.

Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Mynd/DV-KSJ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“