fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Guðni þakklátur fyrir stuðninginn – Ekki sjálfgefið á tímum öfga og óskammfeilni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. febrúar 2024 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist þakklátur fyrir það að hafa notið stuðnings samlanda sinna í forsetaembættinu.

Guðni tjáir sig stuttlega í samtali við Morgunblaðið í dag en tilefnið er Þjóðarpúls Gallup sem sýnir mikla ánægju með hans störf. 81 prósent landsmanna eru ánægð með störf hans en til samanburðar voru 73% ánægð með hans störf árið 2021.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Guðna að ekki sé „sjálfgefið á tímum aukinna öfga og óskammfeilni í samfélagsumræðu“ að geta búist við svona góðum stuðningi.

„Mér þykir líka vænt um all­ar þær stuðningskveðjur sem ég hef fengið nú frá ára­mót­um. Íslend­ing­ar eru heil­steypt­ir, vina­leg­ir og rétt­sýn­ir, upp til hópa,“ seg­ir Guðni.

Guðni tilkynnti sem kunnugt er í nýársávarpi sínu að hann ætli að láta af embætti á þessu ári og má því búast við því að nýr forseti verði kjörinn á Bessastaði í kosningum þann 1. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast
Fréttir
Í gær

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Í gær

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“