fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

„Villimannsleg framkoma“ Íslendinga á saltkjötshlaðborði – Sumir hlóðu kílói á diskana en aðrir fengu ekkert

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 09:30

Fjórðungur gesta fór svangur heim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saltkjöts og baunahlaðborð Íslendinga á Alicante á Spáni endaði með ósköpum í gær. Sumir gestir tróðu svo í sig saltkjöti og laumuðu með sér heim þannig að ekki var til nóg fyrir alla. Þurfti að endurgreiða um fjórðungi gesta vegna þess að saltkjötið var búið.

Íslendingarnir Amanda og Gummi leigðu veitingastaðinn La Fiorentina á Alicante, ásamt starfsfólki og tónlistarmanni til þess að bjóða upp á saltkjöt og baunir á sprengidaginn. En þau hafa staðið fyrir ýmis konar viðburðum fyrir Íslendinga á svæðinu

Mikil spenna var fyrir viðburðinum og uppselt. Miðarnir voru í kringum 80 talsins. Hins vegar kom í ljós að oft er misjafn sauður í mörgu fé og hjá sumum tók græðgin völdin.

Það var tekið eftir ykkur

Gert var ráð fyrir 480 grömmum af saltkjöti á hvern einstakling, sem er vel í látið. Sumir ofhlóðu svo á diskana svo að ekkert varð eftir fyrir fjórðung gesta, um 20 manns. Þurfti því að endurgreiða þeim miðana sem þýddi að viðburðurinn kom út í tapi.

Veitingastaðurinn La Fiorentina á Alicante

Í færslu sem einn gesturinn deilir segir að fólkið sem kom fyrst að borðinu hafi mokað margt rúmu kílói af saltkjöti á sinn disk, tvöfalt meira en gert var ráð fyrir.

„Fólk fór aftur og aftur og fékk sér ábót áður en aðrir komust sína fyrstu ferð að hlaðborðinu,“ segir gesturinn. „Margir fóru snemma af staðnum með sjálftekið kjöt í álpappír, pinklum og töskum. Það var tekið eftir ykkur.“

Leita sökudólga

Segir hann bersýnilega hafa komið í ljós að fólk kunni sig ekki á hlaðborðum. Græðgin og tillitsleysið hafi verið algjört.

„Þetta sama fólk fór snemma af staðnum enda þurfti það að komast heim til að leggja sig eftir ofátið!“ segir hann. „Menn fengu sér rúmt kíló á diskinn í fyrstu ferð. Ekkert meðlæti. enga súpu. Þetta er villimannsbragur á hlaðborði.“

Í annarri færslu segir Amanda viðburðahaldari ekki hafa orðið vitni að þessu framferði gestanna. En henni þætti mjög vænt um að þau yrðu upplýst um hvaða fólk hefði gert þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi