fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Of mikið álag á rafveitukerfinu á Suðurnesjum – Rafmagnsleysi byrjað að breiðast út – Þau sem nota of mikið rafmagn verði að hætta því strax

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 20:09

Reykjanesbær Mynd/Garðar Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HS Veitur sendu fyrir um hálfri klukkustund viðvörun á Facebook síðu sinni um að of mikið álag væri á sumum svæðum í rafveitukerfinu á Suðurnesjum og rafmagn byrjað að slá út.

Skilaboð til íbúa um að spara rafmagn voru ítrekuð en það dugði ekki til og er nú rafmagnslaust í Innri Njarðvík og á fleiri svæðum í rafveitukerfinu unnið er að því að koma rafmagni á aftur.

Í færslu HS Veitna er það ítrekað að heita vatnið þurfi rafmagn til að skila sér í hús. Of mikið álag á kerfið hafi þær afleiðingar að dreifing heits vatns tefst. Þess vegna sé nauðsynlegt að þau sem eru að nota meira en þau 2,5 kílówött sem kerfið þolir dragi úr rafmagnsnotkun strax.

Sigrún Inga Ævarsdóttir samskiptastjóri HS Veitna hvatti til þess í samtali við RÚV að fólk slökkti á rafmagnsofnum á meðan eldavélar væru í gangi og létu það vera að hlaða rafmangsbíla á meðan þetta ástand varir.

Auk Innri Njarðvíkur er rafmagnslaust í hluta Voga, hluta Keflavíkur og hluta Suðurnesjabæjar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd