fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fær ekki krónu í bætur: Lakkið stórskemmdist eftir framúrakstur á Hvalfjarðarvegi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið TM eftir að kona stefndi félaginu og krafðist þess að fá bætur úr kaskótryggingu tryggingafélagsins.

Tjón varð á bifreið konunnar þegar henni var ekið á Hvalfjarðarvegi þann 21. janúar í fyrra. Annarri bifreið var ekið fram úr bifreið konunnar og vildi hún meina að við framúraksturinn hafi bifreiðin ausið upp vegg af lausri olíumöl framan við bifreiðina sem hún komst engan veginn hjá að aka á. Þessi áakstur olli umtalsverðum skemmdum á lakki bifreiðarinnar.

Konan fór með bifreiðina á verkstæði og tilkynnti tjónið til TM. Í dómnum kemur fram að TM hafi hafnað bótaskyldu á þeim grundvelli að umrætt tjón félli ekki undir gildissvið kaskótryggingarinnar.

Fram kemur að konan hafi leitað til úrskurðarnefndar í vátryggingum sem kvað upp úrskurð í maí í fyrra. Var niðurstaða nefndarinnar á þann veg að grjótkast gæti ekki talist til tjónsorsaka sem tilgreindir eru í skilmálum kaskótryggingarinnar og því ætti hún ekki rétt á bótum úr tryggingunni. Sætti konan sig ekki við þá niðurstöðu og ákvað að höfða mál.

Deilt var um það hvort grjótkast væri bótaskylt samkvæmt skilmálum tryggingarinnar; konan vildi meina að tjónið félli undir gildissvið kaskótryggingarinnar en TM var því ósammála. Héraðsdómur tók undir með TM og taldi konunni ekki hafa tekist að færa sönnur á að tjónsatvikið falli undir skilmála kaskótryggingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“