fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Brynjar og Sveinn Andri hnakkrífast: „Biturð þín og óvild frussast hér út úr þér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að grunnt sé á því góða á milli tveggja þekktustu lögmanna landsins, Sveins Andra Sveinssonar og Brynjars Nílessonar.

Brynjar skrifaði athyglisverðan pistil í gærkvöldi þar sem hann skaut á Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann. Pistillinn átti rætur sínar að rekja til uppákomu á þorrablóti Stjörnunnar um helgina þar sem Brynjar var veislustjóri og sonur Brynjars, Helgi, fór með gamanmál.

Vilhjálmur var einnig viðstaddur þorrablótið og gerði hann alvarlegar athugasemdir við grín Helga sem sneri meðal annars að Jóni Baldvin Hannibalssyni. Er Helgi þá sagður hafa kallað: „Er ein­hver gæsla hérna? Það er BDSM-lögmaður Íslands að trufla showið mitt. Getið þið fjar­lægt hann?“

Um þetta voru skrifaðar fréttir, til dæmis á mbl.is og á Vísi, en fyrir þá sem ekki þekkja hefur ekki ríkt mikill vinskapur á milli Brynjars og Vilhjálms síðustu ár, ekki frekar en Brynjars og Sveins Andra.

Má það rekja til kæru Vilhjálms til Mannréttindadómstólsins í Evrópu á skipan Arnfríðar Einarsdóttur, eiginkonu Brynjars, í embætti héraðsdómara við Landsrétt á sínum tíma. Vann Vilhjálmur málið og var niðurstaða Mannréttindadómstólsins að skipan Sigríðar Andersen á dómurum í Landsrétt hefði brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Voru allir 17 dómarar réttarins því sammála.

Í færslu sinni í gær gerði Brynjar grín að Vilhjálmi og sagði meðal annars:

„Maðurinn er ófullkomin vera og veikleikarnir eru margir. Veikleikinn getur verið margs konar og háir okkur mismikið í lífinu. En öfund, reiði og alvarlegur skortur á kímnigáfu fer einna verst með okkur. Þessir eiginleikar, sem magnast gjarnan við áfengisneyslu, eru oft áberandi hjá mönnum sem líta stórt á sig en áhugi annarra á þeim mjög takmarkaður. Þeir eru oft fígúrulegir í klæðaburði, jafnvel fram eftir öllum aldri, og eru litlir í sér og stundum bara litlir. Rannsóknir sýna að þessir eiginleikar eru algengir hjá mönnum sem höfðu miklar væntingar um pólitískan frama á unga aldri en eyðilögðu hann með að gera upp á bak.“

Sveinn Andri gerði athugasemd við þetta orðalag Brynjars og sagði það ekki bera merki um stórmennsku hans. „Eiginlega frekar sterk vísbending um biturð á lokastigi,“ sagði Sveinn Andri.

Brynjar sló á létta strengi og sagði: „Nú, tókstu þetta til þín?“

Sveinn Andri svaraði: „Nei, af hverju ætti ég að vera að því? Farðu nú að leggja þessar ritsmíðar þínar á hilluna; þær eru vandræðalega ófyndnar. Sérstaklega þessi þreytti brandari um Soffíu frænku.“

Brynjar: „Þetta er ekki brandari um Soffíu, Sveinn minn. Hún er bara fabríkeruð og notuð til að gera grín að ykkur góða og réttsýna fólkinu. En ég veit að ég næ aldrei að verða jafnfyndinn og þú. Held að ekki nokkur maður nái því.“

Sveinn Andri vísaði svo í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins og að allir 17 dómararnir hefðu verið sammála: „Ég er að reyna að gefa þér gott ráð. Þessir pistlar þínir eru kjánalega ófyndnir og þessi ólund og öfund í garð ónefnds manns sem birtist í þessum pistli þínum er þér til minnkunar. Það skín í gegn að þú ert gríðarlega bitur út af 17-0. Get over it.“

Brynjar: „Ég er nú örugglega ekki eini ófyndni maðurinn á fésbókinni og það á enginn kröfu á að ég sé fyndinn. En ég er alveg laus við öfund og biturð, en viðurkenni ólund á köflum. Ég veit ekkert hvað þetta 17-0 er en ég er enn svekktur yfir 14-2.“

Sveinn Andri: „Það vita það allir að þú ert enn fúll út af niðurstöðu MDE í Landsréttarmálinu sem endaði 17-0 í Grand Chamber. Það stoðar lítt fyrir þig að þykjast ekki kannast við 17-0; sú tala er tattúeruð á þitt ólundargeð. Þú þarft bara að reyna að komast yfir þetta og láta af illvilja í garð mannsins sem rúllaði yfir Sjálfstæðisflokkinn í Strasbourg.“

Brynjar: „Já, þú meinar. Ólundin yfir þeirri vitleysu er ekki meiri og svo að ég vissi ekki hvað þetta var. Margir vitlausir dómar komið þaðan og þessi truflar mig ekki mikið. En ég er farinn að halda að þú skiljir illa hugtökin ólund og biturð ef þú hefur meiri áhyggjur af mér en þér.“

Sveinn Andri: „Þú veizt og vissir alveg til hvers var verið að skírskota. Það sézt á þínum skrifum að þú ert ekki búinn að jafna þig á hárréttum dómi MDE í því máli; biturð þín og óvild í garð lögmannsins sem lagði Sjálfstæðisflokkinn þar frussast hér út úr þér.“

Brynjar: „Þetta hefur ekkert með dóm MDE að gera. Annað hvort ertu flón eða þú þekkir ekki málavexti. Skal útskýra það fyrir þér í skilaboðum.“

Sveinn Andri: „Þetta hefur allt með það að gera. Þó að upp úr hafi soðið á þorrablóti vita allir um óvild þína í garð viðkomandi. Eins og ég segi, reyndu að komast yfir þetta einu sinni. Erfitt að lifa með svona þráhyggju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“