fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Skjóða er nytjahæsta kýr landsins – Mjólkaði 40 lítrum á dag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:30

Skjóða er stór gripur og af góðum ættum mjólkurkúa. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kýrin Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hefur slegið Íslandsmet. Hún er nytjahæsta kýr í sögu landsins.

Bændablaðið greindi fyrst frá.

Á liðnu ári mjólkaði Skjóða samanlagt 14.762 lítrum. Jafndreift yfir allt árið eru það 40,44 lítrar á dag.

„Meðalkýrin hjá okkur er í 7.500 lítrum á mjaltaskeiðinu. Hún er hátt í helmingi meira en það,“ segir Maríanna Gestsdóttir, bóndi á Hnúki, í samtali við DV. Hún er eigandi Skjóðu ásamt Sigurði Rúnari Magnússyni.

Skjóða er borin árið 2018 og því á sjötta ári, stór og mikill gripur af góðum ættum. Hún hefur ekki fengið annað fóður en aðrir gripir á bænum.

Maríanna býst ekki við verri nytjum frá henni á þessu ári þó að óvíst hvort að hún slái annað met. Hún sé nefnilega á leiðinni í geldstöðu núna.

„Við búumst við sömu  nytjum í ár. frestuðum aðeins burðum þannig að hún fer í aðeins lengra mjaltaskeið. Það hittir ekki eins vel á almanaksárið. En hún mun mjólka það sama á mjaltaskeiðinu,“ segir Maríanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“