fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fundur um fjöldabrottvísanir skekur Þýskaland

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 16:30

Potsdam. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðasta árs funduðu stjórnmálamenn, kaupsýslufólk og öfgasinnaðir hægrimenn í Þýskalandi og Austurríki á hóteli í útjaðri þýsku borgarinnar Potsdam. Umræðuefnið var hvaða áætlunum á að hrinda í framkvæmd þegar þetta fólk, og aðrir þeim samstíga í skoðunum, komast til valda.

Fundurinn var leynilegur en þýski rannsóknarmiðillinn Correctiv náði að koma útsendara sínum inn á fundinn og nýlega afhjúpaði miðillinn hvað var rætt á fundinum.

Eitt af því sem hefur vakið mesta athygli var kynning austurríska hægrimannsins Martin Sellner á „áætlun“ um stórfelldar brottvísanir „óæskilegs“ fólks frá Þýskalandi. Correctiv segir að áætlunin nái einnig til þýskra ríkisborgara. Á fundinum var rætt um að senda skuli milljónir manna úr landi. Kom fram að til dæmis væri ónefnt Afríkuríki reiðubúið til að taka við þessu fólki.

Sellner hefur stigið fram í kjölfar fréttaflutningsins og sagt að orð hans hafi verið tekin úr samhengi og brengluð. Hann sagði við það tækifæri að borgarar á borð við íslamista, meðlimi glæpagengja og þá sem lifa á velferðarkerfinu eigi að laga sig að samfélaginu í gegnum áætlanir um aðlögun þeirra.

Í kjölfar frétta af fundinum hafa tugir þúsunda mótmælt honum og efni hans og hafa mótmælin farið fram víða um Þýskaland á síðustu dögum. Olaf Scholz, kanslari, tók þátt í mótmælum í Potsdam, þar sem fundurinn fór fram, en hann býr þar.

Fundurinn hefur eins og áður segir vakið mikla athygli og ekki síst fyrir þær sakir að þekkt fólk úr viðskiptalífinu, stjórnmálum og þekktir aðgerðasinnar af hægri vængnum, sóttu hann. Meðal annars meðlimir í hægriflokknum AfD (Alternative Für Deutschland) sem á fulltrúa á sambandsþinginu og er þar með rúmlega 10% kjörinna þingmanna.

Þetta hefur orðið til þess að þekktir stjórnmálamenn hafa veist harkalega að AfD sem þeir segja ráðast á lýðræðið. Robert Habeck, varakanslari, sagði meðal annars að hætta sé á að Þýskaland endi eins og Rússland.

Correctiv segir að fundurinn hafi verið skipulagður af tannlækni, sem er á eftirlaunum, frá Dusseldorf. Hann er áberandi í röðum öfgahægrimanna. Hans-Christian Limmer, kaupsýslumaður, studdi hann við undirbúning fundarins en hann er meðal annars eigandi þekktrar skyndibitakeðju. Í kjölfar afhjúpana Correctiv hefur Limmer boðist til að draga sig út úr stjórnum margra af fyrirtækjum sínum.

AfD hefur lengi notið góðs stuðnings í skoðanakönnunum og ef gengið væri til kosninga í dag myndi flokkurinn fá rúmlega 20% atkvæða ef skoðanakannanir eru réttar. En fundurinn hefur kveikt undir umræðunni um hvort banna eigi starfsemi flokksins á þeim grunni að hann sé öfgaflokkur. Það er ekkert leyndarmál að þýsk yfirvöld fylgjast náið með honum nú þegar. Leyniþjónusta sambandsríkisins fylgist meðal annars náið með honum og það gera einnig leyniþjónustustofnanir í einstökum sambandsríkjum. Þýsk yfirvöld hafa lýst flokkinn öfgaflokk í þremur sambandsríkjum. Þau eru Sachsen, Sachsen-Anhalt og Thuringen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn