fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Skúli segir Vegagerðina ekki vera að standa sig og afleiðingarnar séu hörmulegar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. janúar 2024 12:30

Myndin er samsett. Mynd af vegalokun/Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon athafnamaður, sem einna þekktastur er fyrir að vera eigandi Subway á Íslandi, skrifar nokkuð harðorða grein sem birt er á Vísi. Í greininni gagnrýnir Skúli Vegagerðina fyrir að hafa ekki staðið sig sem skyldi við hálkuvarnir og segir það  eiga sinn þátt í að minnsta kosti tveimur af þeim banaslysum sem orðið hafa í umferðinni á þeim þremur vikum sem liðnar eru af þessu ári.

Alls hafa 5 manns látist í þremur banaslysum í umferðinni á þessu ári. Tveir létust í nágrenni Skaftafells, hjón létust á Grindavíkurvegi og einn lést í Hvalfirði.

Skúl segir að slysið við Skaftafell hafi vakið sérstaka athygli sína þar sem hann keyri vikulega þessa leið austur í Suðursveit. Hann fullyrðir að aðkoma á slysstað hafi verið með því ljótara sem þaulreyndir viðbragðsaðilar hafa séð.

Skúli segir að nokkrum dögum fyrir slysið við Skaftafell hafi hann verið á leið til Reykjavíkur um kl. 8 að morgni á Landcruiser jeppa á nýjum vetrardekkjum, vel negldum. Vegurinn hafi verið auður að sjá og hitastigið um 3-4 gráður í plús. Framan af hafi engin hálka verið á leiðinni en það hafi breyst snögglega:

„Þegar ég var kominn rúman kílómetra vestur fyrir Freysnes og var að koma að Skaftafellsá, byrjaði bíllinn skyndilega að skrika og munaði minnstu að ég missti hann út af veginum. Ég er vanur bílstjóri, hef keyrt mikið á Íslandi í um 40 ár, er með öll meirapróf sem hægt er að taka auk þess að hafa verið atvinnubílstjóri í mörg ár. Þarna skall þó hurð nærri hælum og ég játa að mér brá verulega við þetta.“

Skúli segist hafa fljótlega gert sér grein fyrir hvað var þarna á ferð:

„Ég gerði mér grein fyrir því að þarna var um að ræða svonefnda svarta ísingu, sem er stórhættuleg því að hún er svo til ósýnileg.“

Vegagerðin sinni ekki hálkuvörnum sem skyldi

Þar sem hann sé þó bara „samlokusali“ hafi hann leitað til sérfræðinga sem sinnt hafa  hálkuvörnum á þjóðveginum í fjölda ára áður en hann skrifaði greinina:

„Mér var tjáð að kaflinn í kringum Skaftafell sé stórhættulegur því að þar sé oft raki og lognpollur á kaflanum frá Freysnesi langleiðina að Skeiðarárbrú. Lognið er hættulegt því að vindurinn kemur í veg fyrir hálkumyndun af þessu tagi þar sem hann þurrkar upp malbikið.“

Hann segir að banaslysið hafi síðan orðið nokkrum dögum síððar nánast á sama stað og hann missti næstum stjórn á jeppanum sínum. Skúli segir að það sé augljóst hvað sé sameiginlegt með þessum atvikum:

„Greinilegt er að hálkuvörnum var í bæði skiptin ekki sinnt af Vegagerðinni sem skyldi.“

Skúla verður einnig tíðrætt um banaslysið sem varð á Grindavíkurvegi tæpri viku áður en slysið nærri Skaftafelli átti sér stað:

„Nokkrir Grindvíkingar höfðu hringt í Vegagerðina þann morguninn og bent á að jafnvel þyrfti að loka veginum vegna flughálku.“

Skúla segir upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar hafa svarað spurningum um hálkuvarnir á Grindavíkurvegi þennan dag með röngum fullyrðingum um að það þyrfti umferð til að salt virkaði nægilega vel við hálkuvarnir:

„Hið rétta er að vatn eða raka þarf til að hálkuvörn með salti virki, en ekki umferð.“

Skúli spyr hvers vegna ekki hafi verið tekið til þess ráðs að nota sand til hálkuvarnar í þessu tilfelli í stað salts.

Sanngjarnt sé að gera kröfur til Vegagerðarinnar

Skúli segir að í ljósi þeirrar þekkingar og reynslu sem sé fyrir hendi hjá Vegagerðinni eigi hún að geta sinnt hálkuvörnum á þjóðvegum landsins betur:

„Það er sjálfsögð krafa á Vegagerðina að starfsmenn hennar sjái fyrir aðstæður þar sem hálka getur myndast og verður stórhættuleg þar sem hún mun ekki sjást eða sjást illa. …  Vitað er að sumir staðir eru hættulegri en aðrir, hvort sem það er við Skaftafell eða á vissum stöðum á Grindavíkurvegi. Vegagerðin á að hafa yfirburðaþekkingu á því og í samstarfi við Veðurstofu Íslands á hún að sjá þessar aðstæður fyrir og bregðast við í tæka tíð og bjarga mannslífum.“

Skúli er að lokum mjög afdráttarlaus:

„Fólk er að láta lífið að óþörfu á vegum landsins þar sem hálkuvörnum er ekki sinnt sem skyldi.“

Grein Skúla í heild sinni er hægt að lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans