fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Frosti segir þriðju vaktina vera kjaftæði: „Þetta er gjörsamlega galið“ – Dró upp símann og fann umdeilda fullyrðingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. janúar 2024 12:00

Frosti Logason er gestur Kiddu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Fullorðins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður er gestur Kiddu Svarfdal í nýjasta þætti hlaðvarpsins Fullorðins. Frosti hefur komið víða við á undanförnum árum en í dag heldur hann úti efnisveitunni Brotkast.

Í þættinum fara þau Frosti og Kidda um víðan völl og ræða meðal annars um ásakanir sem fyrrverandi kærasta hans, Edda Pétursdóttir, bar á hann í þætti Eddu Falak í mars 2022.

Þá ræða þau Frosti og Kidda um þriðju vaktina svokölluðu sem talsvert hefur verið í umræðunni að undanförnu og gáfu hjónin Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Jónsdóttir Tölgyes út samnefnda bók um málið sem kom út í haust.

Rauði þráðurinn í bókinni er sú kenning að körlum hætti til að ofmeta sitt framlag til heimilisins og gera lítið úr álaginu heima fyrir sem fellur oftast á konur.

Sjá einnig: Hulda og Þorsteinn gefa út Þriðju vaktina – ,,Ég hef tuðað, beðið, gert þrifaplan“

Reyna að búa til gjá milli karla og kvenna

Frosti ræðir þetta meðal annars í þættinum og er óhætt að segja að hann sé ekki stuðningsmaður þeirra kenninga sem Þorsteinn og Hulda leggja fram.

„Þetta er svona þessi stefna öfgafullra femínista að búa til einhvers konar gjá á milli karla og kvenna í samfélaginu. Það erum við á móti þeim og við konurnar verðum að standa saman á móti drullusokka-körlunum, sem eru búnir að kúga okkur í gegnum kerfisbundið feðraveldi í áratugi og aldir,“ sagði Frosti sem kveðst hafa fært rök fyrir því af hverju þetta er ekki rétt.

„Svo er þriðja vaktin bara einn angi af þessu,“ sagði Frosti og bætti við að Þorsteinn, sem er menntaður kynjafræðingur, væri að reyna að skapa sér grundvöll og vettvang til að geta lifað af kynjafræðinni sem Frosti segir fullum fetum að sé „bull fræðigrein“.

„Þá þarf að búa þetta til.  Jú, jú, vissulega eru konur 50/50 á vinnumarkaði og það er engin kúgun í gangi þar í raun og veru. Það er verið að reyna að halda því á lofti að konur fái 70% af launum karla fyrir sömu vinnu. En það er rangt. Allar rannsóknir og öll tölfræði sýnir það að Gunna leikskólakennari er ekki að fá lægri laun en Jón leikskólakennari en Gunna leikskólakennari er að fá lægri laun en Jón sjómaður, vissulega, það er alveg rétt. En það má ekki bera þetta saman, það eru epli og appelsínur,“ sagði Frosti sem hélt áfram:

„Það er ekki verið að greiða körlum og konum mishá laun fyrir sömu vinnu, það er ekki þannig. En það er búið að reyna að halda þessu á lofti, meira að segja var farið í 100 þúsund manna mótmæli niðri í bæ á þessum forsendum að konur væru að fá 70% af launum karlanna en þá er ekki búið að taka inn í fjölda vinnustunda, við hvað þú starfar, fjölda yfirvinnutíma og svo framvegis.“

„Algjört rugl“

Frosti segir að til að halda þessu stríði áfram þegar í ljós kemur að konur eru að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu þá þurfi að útfæra þetta einhvern veginn og þá sé farið að tala um óréttlætið á heimilinu.

„Eins og þau segja, Þorsteinn og kona hans, að einstæð móðir með börn, það sé minna álag fyrir hana en að vera kona með börn og eiginmann. Eiginmaðurinn er bara auka byrði eins og börnin. Þau fullyrða að það sé auðveldara fyrir konu að vera einstæð með sín þrjú börn heldur en að vera eiginkona með þrjú börn af því að karlinn er enn eitt vesenið til að sjá um,“ sagði Frosti sem kaupir ekki þessa fullyrðingu.

„Þetta er eitthvað sem allir sjá að er algjört rugl. Allir sem hafa einhverja lágmarksreynslu af lífinu og samböndum og samskiptum kynjanna vita að þetta er bara rugl. Þau vilja selja þessa hugmyndafræði sína til að fá fyrirtæki og stofnanir til að kaupa af þeim námskeið og fyrirtæki til að kaupa af sér bókina og búa til pening úr þessari rugl hugmyndafræði.“

Frosti segir það vissulega rétt að verkaskiptingin á heimilinu sé að einhverju leyti misjöfn á milli karla og kvenna. Það geti átt sér þær skýringar að konan sé betri í einhverju tilteknu atriði á meðan karlinn er betri í öðru.

„En þau vilja teikna þetta upp þannig að það sé verið að halla á kvenkynið til að karlinn geti verið að níðast á konunum.  Þau leyfa sér að alhæfa ýmislegt, skal ég segja þér, þessi ágætu hjón og menn og konur hafa verið algjörlega orðlaus yfir ruglinu sem hægt er að finna inn á þessu. Þetta vakti mikla athygli þetta spjald frá þeim þar sem þau fullyrtu að það væri erfiðara fyrir konu að vera með eiginmann en að vera einstæð móðir,“ sagði Frosti sem fór svo í símann og fann umrædda fullyrðingu og sýndi Kiddu hana.

Kidda sagðist í þættinum geta vottað að það sé ekki auðveldara að vera einstæð móðir með börn en að vera með börn og eiginmann. Hún hafi prófað bæði.

„Þetta er gjörsamlega galið. Þetta er ekki málefnalegt og fyrst um sinn hélt maður að það væri verið að skella fram einhverri róttækri fullyrðingu til þess að vekja athygli en svo hefur maður séð á málflutningi þeirra hjóna að þau trúa þessu virkilega.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið inni á vefnum fullordins.is. Athygli er vakin á því að hægt er að fá fyrstu sjö dagana frítt og fá aðgang að öllum hlaðvarpsþáttum og hljóðsögum á síðunni..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna