fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Tóku málin í eigin hendur og komu fyrir falinni myndavél –  Fengu áfall þegar þau sáu hvað var að gerast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 11:16

Starfsmennirnir niðurlægðu konuna og beittu hana ofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur 89 ára konu með minnisglöp höfðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu þegar áverkar fóru að sjást í andliti hennar og á líkama.

Konan dvaldi á hjúkrunarheimili í Wolverhampton á Englandi og virtust dætur konunnar, Danielle og Rebecca Hinsley, tala fyrir daufum eyrum stjórnenda hjúkrunarheimilisins þegar spurt var út í áverka og breytingar á hegðun móður sinnar.

Danielle og Rebecca tóku málin í eigin hendur og komu fyrir falinni myndavél inni á herbergi móður sinnar. Má segja að þær hafi fengið áfall þegar þær fóru yfir upptökurnar en á þeim mátti sjá, svart á hvítu, hvernig starfsmenn beittu hana ofbeldi.

Breska blaðið Daily Mail fjallar um þetta og segir að systurnar hafi fyrst lagt fram kvörtun í febrúar 2020. Þær voru óánægðar með viðbrögð stjórnenda og komu því fyrir lítilli myndavél af gerðinni Yi Eye ofan á myndaramma í herberginu.

Myndavélin var á rammanum í fjóra daga og á upptökum má sjá hvernig starfsmenn beittu konuna andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þeir gerðu grín að henni, ýttu henni, klipu hana og slógu kodda í höfuð hennar. Tekið er fram í umfjöllun Daily Mail að konan hafi á þessum tíma verið ófær um að tjá sig.

Systurnar fóru með upptökurnar til lögreglu og voru þrír starfsmenn dæmdir í samtals 18 mánaða fangelsi undir lok síðasta árs.

Danielle segir við Daily Mail að þær systur hafi tekið eftir miklum breytingum á hegðun móður sinnar í ársbyrjun 2020. Móðir þeirra lagðist inn á hjúkrunarheimilið nokkrum mánuðum fyrr.

„Hún byrjaði að slá frá sér og lamdi bæði mig og systur mína og öskraði á okkur. Daginn eftir heimsóttum við hana og þá var hún með marbletti á höndum, andliti og höfði,“ segir Danielle sem segir að stjórnendur hjúkrunarheimilisins hafi beðið um að fá myndir sendar af meintum áverkum. Ákváðu þær systur því að kaupa myndavél þar sem þær vissu að einhver væri að meiða hana.

„Þegar við skoðuðum upptökurnar fengum við áfall. Að sjá þetta braut í okkur hjörtun,“ segir hún.

Dætur konunnar segjast ekki vilja nafngreina hjúkrunarheimilið sem um ræðir enda hafi ný stjórn tekið við því og starfsmennirnir sem beittu ofbeldinu verið reknir. Vel hafi verið hugsað um móður þeirra uns hún lést í október síðastliðnum.

Gamla konan var með marbletti víða, meðal annars í andliti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn