fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Aríel sér fyrir sér Grindavík v2.0 – Staðsetningin gæti komið á óvart – ,,Sett fram með samkennd í huga”

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er hvergi af baki dottinn með útópískar pælingar til að hugsa í lausnum fyrir Grindavíkurbæ,“

segir Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs.

Aríel Pétursson

„Geldinganesið og uppbygging þess var gjarnan þrætuepli stjórnmálamanna á mínum uppvaxtarárum, nú rétt eins og sagan endalausa af Sundabrautarkarpi. Fyrst og fremst var öll skipulagsvinna nessins sett til hliðar eftir hugmyndasamkeppni arið 1990 á þeim forsendum að offramboð væri á lóðum i Reykjavík og ekki talið svara kostnaði að ráðast í uppbyggingu. Nú er öldin önnur og kreppir víða skóinn að í lóðamálum,“ segir Aríel.

Bendir hann á að Geldinganesið er fyrsta flokks byggingarland með fjallasýn og í algjörri nálægð við hafið og höfuðskepnurnar. „Þar er nokkuð aðdjúpt og voru meira að segja pælingar um hafnargerð á sínum tíma. Grindavík telur hérumbil 250 hektara á meðan Geldinganesið eru 220 – munurinn er því smávægilegur.“

Aríel segist hafa farið í smá servíettureikning í dag [gær]:

„1200 íbúðir.

Meðalstærð íbúða 110 fm.

Byggingarkostnaður pr fm 600 þús (ekki greitt fyrir byggingarrétt en þó gatnagerðargjöld og önnur almenn gjöld).

Samtals framkvæmdakostnaður upp á 79,2 milljarða.

Heildarbrunabótamat íbúða í Grindavík eru 78,5 milljarðar, svona til hliðsjónar.“

Lausnin kallar á Sundabraut

Segist hann þó fullfrakkur að ætla Reykjavíkurborg að afhenda Geldinganesið endurgjaldslaust og jafnframt að koma með lausn sem kallar óhjákvæmilega á Sundabraut sem ætla má að kosti annað eins og allar íbúðirnar sem hann nefnir. 

„En okkar þrautseiga og eljusama þjóð kom sér möglunarlaust í gegnum covid-tímabilið með öðrum eins stuðningi og vel rúmlega það, enda erum við samfélag og stöndum með okkar samlöndum í gegnum súrt og sætt.

Þetta er sett fram með samkennd í huga og djúpri lotningu fyrir bræðrum okkar og systrum í Grindavík sem að sjálfsögðu stýra för í öllu því sem koma skal. Við stöndum öll saman.“

Grindvíkingurinn Siggeir F. Ævarsson segir í athugasemd: „Það sem að þessi hugmynd hefur líka fram yfir að koma meirihluta Grindvíkinga fyrir í Þorlákshöfn eða Keflavík, er að þegar Grindavík verður loks byggileg á ný, þá eru þarna íbúðir í hundraðatali á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vöntunin er mest. Að kaupa Grindvíkinga út leysir nefnilega bara hálfan vandann á þessum tímapunkti.“

Alls bárust 30 tillögur í hugmyndasamkeppni um Geldinganes árið 1990, þrjár þeirra voru verðlaunaðar. Ákveðið var að kaupa fjórar aðrar og fimm tillögur að auki fengu viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur. Fjallað var um hugmyndasamkeppnina í Morgunblaðinu meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks