fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Vilhjálmur í öngum sínum: „Ég er dofinn yfir þessu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 08:00

Vilhjálmur Árnason. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og íbúi í Grindavík, segist vera hálf tilfinningalaus eftir atburðina í bænum síðastliðinn sólarhring.

Heimili Vilhjálms og fjölskyldu hans er aðeins tveimur götum vestan við staðinn þar sem hraun rann inn í bæinn í gær.

„Þetta er bæði ógnvekjandi og mjög óraunverulegt og ég er dofinn yfir þessu,“ segir Vilhjálmur við Morgunblaðið í dag.

Þrátt fyrir gríðarlega óvissu meðal íbúa segist Vilhjálmur sannfærður um að byggð verði áfram í Grindavík þó bið verði á því. Hann segir að stjórnvöld verði að koma inn af krafti og aðstoða fólk við að finna sér húsnæði til lengri tíma.

Hann stingur meðal annars upp á því að fólk verði borgað út úr húsnæði sínu og því gefinn forkaupsréttur á því aftur þegar bærinn verður byggilegir. Þá væri hægt að veita ívilnanir, til dæmis að séreignarsparnaður verði ekki skattlagður þegar hann er tekinn út og stimpilgjöld afnumin.

„Við eyðum ekki óvissunni með náttúruna, en við getum eytt óvissu fólks hvað varðar húsnæðismál og fjárhag. Það verður líka að hafa svör fyrir fyrirtækin, svo þau flytji ekki varanlega á brott,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Í gær

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili
Fréttir
Í gær

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“

Hlaupamerkingar valda ólgu í Hafnarfirði – „Ömurlegt að sjá hvernig einhverjir umhverfissóðar eru búnir að krota á stéttar“
Fréttir
Í gær

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025

Víkingur Heiðar hlýtur verðlaun Norðurlandaráðs 2025