fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Jón Axel segist tilbúinn að leggja sitt af mörkum – „Grindvíkingar þurfa á öllum stuðningi að halda og við þurfum að sýna þeim SAMHUG Í VERKI!“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður rifjar upp þjóðarsorg sem ríkti árið 1995 þegar snjóflóð varð í Súðavík. Rifjar hann upp að í kjölfar þeirra náttúruhörmunga hafi allir lagst á eitt og safnað fyrir íbúa Súðavíkur. Spyr Jón hvort ekki sé aftur kominn tími til að virkja aflið.

„Þegar snjóflóðið í Súðavik reið yfir í janúar 1995 varð þjóðin buguð af sorg. Ég man að einn af stjórnendum Stöðvar 2 á þeim tima, Magnus E. Kristjansson sagði við mig; “Getum við ekki gert eitthvað – hjálpað til og beitt áhrifum okkar og slagkraft til að láta gott af okkur leiða?”. 

Það var á þeim tímapunkti að allt var sett á fullt og skipulagt var stærsta samstilta söfnunarátak fyrr og síðar á Íslandi: SAMHUGUR Í VERKI,“ segir Jón Axel í færslu á Facebook.

Segir hann að þó að það hafi þurft sannfæringarkraft á suma fjölmiðla til samstarfs, hafi allir komið með, „og smátt og smátt var tortryggni og vantrausti eytt á milli miðla í samkeppni og allir lögðust á eitt við að safna fé sem rynni til aðstoðar íbúum Súðavíkur.

Póstur og Sími byggði upp stærstu símamiðstöð sem nokkru sinni hafði verið sett upp.  Fyrirtæki lögðu til veitingar fyrir starfsmenn söfnunarinnar, sendibílar, tæknifólk og allskonar aðstoð kom úr öllum áttum. Skipulagið griðarlegt enda voru 7-800 manns sem unnu frítt, beint og óbeint að þessu verkefni í nokkrar vikur.

Allir fjölmiðlar landsins komu að verkefninu og unnu sameiginlega að þáttagerð og útsendingum.  Hvorki fyrr eða síðar hefur slíkt samstarf verið skipulagt, nema þá þegar söfnunin fyrir Flateyri varð síðar sama ár. Sú söfnun var ekki minni að umfangi og var með sama sniði og sú fyrri.“

Alls safnaðist um 300 milljónir í Súðavíkursöfnuninni í janúar 1995, sem er núvirt ca um 1 milljarður króna. Svipuð upphæð safnaðist í Flateyrar söfnuninni síðar sama ár.

Jón Axel segist hafa verið heppinn að fá að verkstýra báðum söfnunum og vinna með fjölda frábærra einstaklinga. „Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum aftur. Ef einhverntíma væri ástæða til að virkja þetta afl fjölmiðla aftur, þá er það núna.  Grindvíkingar þurfa á öllum stuðningi að halda og við þurfum að sýna þeim SAMHUG Í VERKI! 

RUV, SÝN, Árvakur og allir aðrir… er þetta ekki tíminn til að virkja aflið!?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“