fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Eldur logar í íbúðarhúsi í Efrahópi í Grindavík

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2024 15:04

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur logar í íbúðarhúsi í Efrahópi í Grindavík, en hraunstraumur rennur meðfram húsinu í götuna. Húsið er í byggingu og hefur ekki verið búið í því. Skammt frá eru önnur íbúðarhús sem búið hefur verið í.

Aukafréttatími var á RÚV kl. 14.30 og mátti sjá hraunstrauminn kveikja í húsinu í beinni útsendingu. 

Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár á Veðurstofu Íslands, segir hús ekki hönnuð til að standa af sér hraunrennsli.

„Það fer mikið eftir hæð hraunstraumsins en það stenst ekkert þessa áraun, hús eru ekki hönnuð til þess að standa svona af sér. Það má búast við að veggir gefi eftir út af álaginu og hitinn í hrauninu er slíkur að það brennur allt sem á vegi þess verður.“

Skömmu síðar náði hraunstraumurinn svo að húsi handan götunnar sem stendur nú einnig í ljósum logum.

Mynd: Skjáskot RÚV

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks