fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

„Búdda-strákurinn“ handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 12. janúar 2024 16:30

Wikimedia/Neil Satyam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður, sem er talinn af stuðningsmönnum sínum vera Búdda endurfæddur, hefur verið handtekinn í Nepal vegna gruns um kynferðisbrot.

CNN greinir frá þessu.

Maðurinn heitir Ram Bahadur Bomjan en hann hefur verið kallaður „Búdda-strákurinn“ í fjölmiðlum í Nepal og var handtekinn síðastliðinn þriðjudag vegna gruns um kynferðislega misnotkun á barni.

Handtökuheimild á hendur honum var gefin út fyrst árið 2020 vegna gruns um að hafa misnotað kynferðislega stúlku sem að sögn lifði sem búddanunna í klaustri hans suður af höfuðborginni Kathmandu.

Lögreglan fann Bomjan loksins nú fyrr í vikunni eftir að henni bárust vísbendingar um hvar hann hélt sig.

Bomjan vakti fyrst verulega athygli árið 2005 en þá var hann 15 ára gamall. Það ár greindu fjölmiðlar í Nepal frá því að hann hefði haldið inn í frumskóg í þeim tilgangi að dvelja þar í 10 mánuði og biðjast fyrir. Fylgjendur hans fullyrtu að þetta myndi hann gera án þess að borða, sofa eða drekka.

Þessar fullyrðingar voru aldrei staðfestar en í kjölfarið fóru margir að fullyrða að hann væri Búdda sjálfur endurfæddur. Búdda var maður sem hét upphaflega Siddhartha Gautama en hann fæddist fyrir 2.500 árum á því landsvæði sem nú tilheyrir Nepal. Gautama fékk síðar tignarheitið Búdda sem þýðir sá upplýsti á sanskrít.

Eftir að Bomjan fékk viðurnefnið „Búdda-strákurinn“ varð hann enn frægari og laðaði til sín þúsundir fylgjenda og áhangenda frá bæði Nepal og Indlandi.

Hann fór að flytja predikanir og kom ásamt stuðningsmönnum sínum á fót klaustrum víða um Nepal til að boða kenningar sínar.

En síðustu ár hefur hann sætt ásökunum um ýmislegt misjafn. Árið 2019 réðst lögreglan inn í eitt klaustra hans vegna rannsóknar á hvarfi fjögurra fylgjenda hans. Frekari rannsóknir hafa farið fram vegna þess að fleiri fylgjendur Bomjan hafa horfið.

Kynferðisbrotið sem Bomjan var handtekinn fyrir snýst um mál búddanunnu sem sakaði hann opinberlega árið 2018 um hafa nauðgað sér þegar hún var barn.

Talsmenn Bomjan harðneituðu ásökununum á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“