fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Bjarni fékk stórkross fálkaorðunnar fyrir jól

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:26

Fjölmiðlum var ekki tilkynnt um orðuveitinguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir jól. Engin sérstök tilkynning var gefin út um þetta.

Viljinn greinir frá.

Orðuveitingin fór fram þann 22. desember en fjölmiðlum ekki tilkynnt um þetta. Stórkrossinn er fjórða stig fálkaorðunnar og æðsta stigið sem aðrir en þjóðhöfðingjar geta fengið.

Hjá embætti forseta segir að Bjarni hafi verið sæmdur krossinum fyrir embættisstörf. Hann gegnir nú stöðu utanríkisráðherra en hefur áður gegnt stöðu forsætisráðherra og lengst af fjármálaráðherra.

Hefð er fyrir því að forsætisráðherrar landsins fái stórkrossinn. Aðrir sem hafa fengið hann eru meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Þorsteinn Pálsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga