fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Steinþór dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 17:31

Héraðsdómur Norðurlands eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Einarsson, sem er 37 ára gamall, hefur verið dæmdur, í Héraðsdómi norðurlands eystra, í átta ára fangelsi fyrir manndráp með því að stinga Tómas Waagfjörð til bana á Ólafsfirði í október árið 2022.

Það er Vísir sem greinir frá þessu.

Steinþór bar við sjálfsvörn. Hann sagði að Tómas hefði verið vopnaður og ráðist á sig að fyrra bragði og að vörn hans hafi ekki verið óhóflega mikil miðað við ofbeldið sem hann hafi orðið fyrir. Hélt Steinþór því fram að Tómas hafi komið með umræddan hníf á staðinn.

Sjá einnig: Ný gögn í Ólafsfjarðarmálinu lýsa hryllilegum átökum – Fékk stungu í andlitið svo endajaxl klofnaði

Kolbrún Benediktsdóttir sem var saksóknari í málinu tjáði DV eftir að réttarhöldunum lauk að full ljóst væri að Tómas hafi átt upptökin að átökunum en að Steinþór hafi farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar. Hún sagðist telja í ljósi aðstæðna rétt að fara niður fyrir lágmarks refsingu fyrir manndráp, sem er fimm ára fangelsi, eða jafnvel að fella refsingu alfarið niður. Það væri þó dómara að taka ákvörðun um það.

Sjá einnig: Ólafsfjarðarmálið: Saksóknari segir koma til greina að fella niður refsingu -„Hann er svo sannarlega að verjast árás

Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdómstólanna en ekki kemur fram í frétt Vísis hvaða rök voru færð fyrir því að dæma Steinþór í átta ára fangelsi.

Í samtali við DV sagði Snorri Sturluson, lögmaður Steinþórs, að þessi niðurstaða sé ekki í samræmi við væntingar þeirra. Hann eigi hins vegar eftir að lesa dóminn almennilega. Engu að síður telji hann líklegt á þessari stundu að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“