fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fréttir

Dagur talar um erfiðasta málið sem borgarstjóri – „Man ekki eftir að hafa liðið jafn illa yfir nokkru einstöku tilviki“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. janúar 2024 13:00

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson lætur senn af störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2014. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við af Degi þann 16. janúar næstkomandi.

Dagur fer yfir borgarstjóraferilinn í ítarlegu viðtali við Heimildina sem kom út í gær og ræðir meðal annars um framtíðina. Þá er hann spurður út í hvað hafi verið erfiðasta málið sem hann þurfti að glíma við sem borgarstjóri.

Í viðtalinu, sem Þórður Snær Júlíusson tekur, kemur fram að Dagur hafi fyrst svarað með langri þögn en nefnt síðan atvik sem átti sér stað árið 2019.

„Það sem kemur upp í hugann er þegar það var verið að byrja með ferðaþjónustu fatlaðs fólks og bílstjóri gleymdi barni í bílnum. Sem betur fer fór það vel en ég man ekki eftir að hafa liðið jafn illa yfir nokkru einstöku tilviki eins og því að geta ekki treyst því að koma börnum til skila með ferðaþjónustu. Ég hafði vonda tilfinningu lengi á eftir einhvern veginn af því að auðvitað er verið að veita þessa þjónustu á hverjum einasta degi úti um allt. Það var verulega erfitt mál og erfið tilfinning.“

Um var að ræða sex ára dreng með einhverfu sem gleymdist í rúmar þrjár klukkustundir inni í rútu sem flutti nemendur Klettaskóla milli skóla og frístundar.

Í viðtalinu kemur Dagur einnig inn á hvað framtíðin ber í skauti sér og segist hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann virðist ekki hrifinn af því að fara í forsetaframboð. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð.“

Viðtalið við Dag má nálgast í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Í gær

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa

Bretar undirbúa sig undir árás Rússa
Fréttir
Í gær

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum
Fréttir
Í gær

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp

Hilmar situr uppi með milljóna kostnað vegna ofsaveðurs og fær enga hjálp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi