fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Woody Allen segir slaufunarmenningu kjánalega

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 16:00

Allen hefur leikstýrt 50 kvikmyndum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen segir að #metoo byltingin hafi gert ýmislegt gott fyrir konur en að slaufunarmenning geti verið kjánaleg. Engin leikkona hafi kvartað undan honum á ferlinum.

„Ég tel að allar hreyfingar sem gera eitthvað gagn, til dæmis fyrir konur, séu góðar,“ sagði Allen við tímaritið Variety í tilefni af frumsýningu Coup de Chance, fimmtugustu kvikmyndar hans. „En þegar þær verða kjánalegar, verða þær kjánalegar. Ég hef lesið um tilvik sem hafa verið jákvæð fyrir konur, sem er gott. En þegar ég les um ýmis tilvik í blöðunum sem eru kjánaleg þá er þetta fíflalegt.“

Sagðist hann þá eiga við tilvik sem snerust ekki um framkomu í garð kvenna. Tilvik sem fæstir myndu móðgast vegna. Þá tækju öfgarnar völdin.

Vafasöm fjölskyldusaga

Allen, sem er 87 ára gamall, hefur átt sinn skerf af vafasömum uppákomum. Árið 1992 komst upp að hann hefði átt í ástarsambandi við stjúpdóttur sína, Soon-Yi Previn. 35 ára aldursmunur var á þeim en þau giftu sig árið 1997.

Árið 1992 var Allen einnig sakaður um að hafa misnotað Dylan Farrow, sjö ára dóttur þáverandi eiginkonu hans, leikkonunnar Miu Farrow. Ári seinna var Allen fundinn saklaus fyrir rétti af því að hafa misnotað Dylan en Mia Farrow fékk engu að síður forsjá yfir börnum þeirra þremur.

„Engin hefur kvartað“

Árið 2018 gantaðist Allen með það að hann gæti orðið „andlit #metoo“ hreyfingarinnar. Þá riftu Amazon fjögurra kvikmynda samningi við leikstjórann sem í staðinn kærði fyrirtækið. Var það mál leitt til lykta utan dómstóla.

„Enginn hefur sagt að ég hafi verið vondur eða áreitt neinn,“ sagði Allen í viðtalinu við Variety. „Klippararnir mínir hafa verið konur og aldrei verið neitt vandamál með það. Ég hef ekki einu sinni hugsað út í það. Ég ræð þau sem eru hæfust í verkið. Ég hef unnið með hundruð leikkvenna, óþekktra leikkvenna, stjarna og meðalþekktra leikkvenna. Engin hefur kvartað vegna þess að það er ekkert að kvarta yfir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband