fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Segir starfskonuna ekki bundna trúnaði um mál Hannesar – „Verjum hana“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2023 15:00

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Sigtryggur Ari/Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hjólar valdsmaðurinn í unga starfskonu fyrir að leiðrétta rangfærslur hans um hvað raunverulega gerðist í komusal í Leifsstöð þar sem hann virðist hafa misst stjórn á sér gagnvart tveimur börnum og móður þeirra. Við skulum átta okkur á því að starfskonan er ekki bundin trúnaði um það sem gerist í því almannarými sem þarna er,“ 

segir Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar. 

Vísar Helga Vala þar til margumtalaðs atviks í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson sakaði konu og tvær dætur hennar um að hafa ætlað að ræna handfarangurtösku hans í fríhöfninni.

Sjá einnig: Hannes ósáttur við að starfsmaður Leifsstöðvar hafi stigið fram og sagt hann ljúga til um töskumálið

Sjá einnig: Segir Hannes hafa breyst úr frjálshyggjumanni í íhaldssaman valdhyggjusinna

„Við skulum líka átta okkur á að valdsmaðurinn, sem tengist stjórnarformanni vinnuveitanda hennar tryggðarböndum eftir áratuga trúmennsku við hann og flokk hans, er með orðum sínum um trúnaðarbrest í starfi að hóta ungu starfskonunni. Ef einhver sem þetta les þekkir hana þá vil ég biðja ykkur um að verja hana og segja henni að einmitt svona hegði valdsmenn sér stundum. Sér í lagi ef þeir hafa staðið með valdinu lengi. Ég og mitt fólk þekkjum þetta vel og höfum oft orðið fyrir hótunum sambærilegum og valdsmaðurinn beitir nú.“

Færsla Helgu Völu hefur vakið athygli og viðbrögð eins og aðrar slíkar um umrætt atvik. „Margir geta örugglega deilt svipaðri reynslu, þar sem „meintur valdsmaður“ heldur sig hafinn yfir eðlileg samskipti og telur lögin vera fyrir alla aðra en hann. Er þetta ekki einhverskonar siðblinda?“ spyr einn í athugasemd.

„Við skulum öll fylgjast vel með örlögum starfstúlkunnar sem svaraði ofbeldismanninum sem sannarlega skeit upp á bak fyrir allra augum. Við eigum ekki að líða að fólki sem gegnir þjóðfélagslegri skyldu sinni og SEGIR FRÁ verði fyrir afkomu ofbeldi þeirra sem tengjast þeirra sem tengjast Sjálfstæðisflokki og Framsókn flokka í eigu útgerðamanna,“ segir annar.

„Verjum hana,“ segir Mörður Árnason fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar. „Og enn kemur þessi trúður manni á óvart! Er endalaust hægt að toppa heimsku sína?“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð