fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonurnar GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum 1881 í Sky Lagoon þann 17. október. Edda Björgvinsdóttir leikkona, verndari verkefnisins og Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opna viðburðinn. 

Tónleikarnir eru samvinnuverkefni 1881 Góðgerðafélags, Sky Lagoon, Tix og listakvennanna. Húsið opnar kl. 19 og tekur DJ Dóra Júlía á móti tónleikagestum í lóninu. Salka Sól stígur á svið kl. 20 og tekur lagið og mun GDRN fylgja á eftir og ætla þær ásamt undirleikurum að skapa ógleymanlega upplifun. 

Listasmiðja fyrir börn í sorg
Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til Listasmiðju fyrir börn í sorg sem skipulögð er af Sorgarmiðstöðinni. Listasmiðjan mun bjóða upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi.

Sorgarmiðstöð
Sorgarmiðstöðin miðar að því að auka vitund og skilning samfélagsins á mikilvægi sorgarúrvinnslu og efla aðgengi að faglegri þjónustu við syrgjendur, m.a. með stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra.

Vinur í raun
Með því að gerast Vinur í raun, styrkir þú starfsemi Sorgarmiðstöðvar með mánaðarlegum framlögum. Þannig styður þú börn og fullorðna sem misst hafa ástvin og þurfa að fóta sig á ný í breyttu lífi. Einnig er hægt að styrkja Sorgarmiðstöð með frjálsum framlögum. 

Hægt er að styrkja Sorgarmiðstöðina hér.

Miða má kaupa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“