fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. september 2023 16:15

Tréið lék stórt hlutverk í stórmyndinni Robin Hood árið 1991

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt frægasta tré Bretlandseyja, sem stundum hefur verið nefnt tré Hróa Hattar, var fellt í skjóli nætur aðfaranótt fimmtudags og hefur verknaðurinn vakið mikla reiði ytra. Tréið stóð við Hadríanusarmúrinn, sem er grjótgarður frá tímum Rómverja, í þjóðgarði í Norðymbralandi og er talið vera um 300 ára gamalt. Því er haldið fram að tréið sé mest ljósmyndaðasta tré Bretlandseyja en það lék meðal annars stórt hlutverk í stórmyndinni Robin Hood: Prince of Thieves með þeim Kevin Costner og Morgan Freeman sem kom út árið 1991.

Talið er að skemmdarvargar hafi staðið fyrir verknaðinum en sjá mátti hvíta málningu á tréinu, eins og það hafði merkt og síðan fellt með keðjusög. „Hér voru fagmenn á ferð sem vissu hvar þeir ætluðu að höggva,“ er haft eftir þjóðgarðsverði á vef Daily Mail.

Tréið fræga var fellt í nótt

Lögregla á svæðinu er nú að rannsaka vettvanginn og ferðamönnum er ráðlagt að halda sig fjarri til að spilla ekki rannsókninni. Það er afar vinsælt að ganga meðfram Hadríanusarmúrinn og var tréið einn þekktasti áfangastaðurinn á þeirri leið þar sem allir stoppa til að taka mynd. Hefur Daily Mail eftir ferðalangi sem var á fjórðu dagleið göngunnar að það hafi verið hræðileg sjón að koma að tréinu í morgun enda væri augljóst mál að það hafði verið fellt af mannavöldum.

„Þetta var alvöru áfall. Þetta er myndin sem allir vilja taka. Þú getur fyrirgefið náttúrunni að fella svona tré í vonsku veðri en þú getur ekki fyrirgefið svona skemmdarverk,“ segir Alison Hawkins.

Mikil reiði hefur brotist út vegna málsins enda er um þekkt kennileiti svæðiðsins að ræða. Þannig heita fjölmargar vörur sem framleiddar eru á nærliggjandi þéttbýliskjörnum eftir tréinu, til að mynda handverksbjór. Ljóst er að skemmdarvargarnir lögðu mikið á sig til að fella tréið. Þangað fer enginn nema gangandi og talsverður spölur er frá næsta bílastæði og að tréinu. Einhverjir hafa því haft fyrir því að burðast með keðjusög langa leið til að fremja skemmdarverkið.

 

Hér má sjá atriðið sem gerði tréið ódauðlegt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“