fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Kona handtekin vegna láts manns á sextugsaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. september 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni  um helgina, en konan var handtekin á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagskvöld og hélt hún þegar á staðinn og hóf þar endurlífgunartilraunir á manninum. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður þar látinn.

Segir síðan að ekki sé hægt veita frekar upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

Ævar Pálmi Pálmason, svarar fyrir málið fyrir hönd Miðlægrar rannsóknadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvort tengsl hafi verið á milli fólksins né hvort það hafi áður komið við sögu lögreglu. Hann segir rannsókn í fullum gangi og beðið sé niðurstöðu krufningar yfir manninum. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið í bili.

Uppfært kl. 13:26: Samkvæmt mbl.is eru konan og maðurinn íslensk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“