fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Hluta Strandgötu í Hafnarfirði líklega lokað í 1-2 ár

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. ágúst 2023 13:30

Í beiðni um lokun hluta Strandgötu í allt að tvö ár segir að götunni verði lokað við verslun Pennans-Eymundsson. Mynd: Skjáskot Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beiðni hefur verið lögð fram til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að Strandgötu, einni helstu götu bæjarins, verði lokað að hluta í 1-2 ár vegna umfangsmikilla byggingarframkvæmda við götuna og verslunarmiðstöðina Fjörð.

Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur en þær munu halda áfram næstu tvö ár. Á heimasíðu Fjarðar kemur fram að um sé að ræða uppbyggingu á nýjum verslana- og þjónustukjarna í Firði. Þetta verði ein mesta uppbygging í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi.

Reistar verða íbúðir, þakgarður, nýtt bókasafn Hafnarfjarðar, þekkingarsetur sem og nýjar verslanir og þjónustu fyrirtæki.

Matvöruverslun, sem lengi hefur vantað í miðbæ Hafnarfjarðar, mun einnig fá pláss í nýjum Firði.

Í fundargerð frá fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær kemur fram að ráðið hafi samþykkt umsókn Fjarðar um að Strandgata verði lokuð fyrir öllum akstri í 2-4 daga í kringum 15. ágúst næstkomandi. Í fundargerðinni segir einnig að mikilvægt sé að slík lokun sé kynnt vel fyrir íbúum og fyrirtækjaeigendum í götunni. Einnig þurfi að auglýsa lokunina á miðlum bæjarins. Samkvæmt beiðni Fjarðar um lokunina er hún nauðsynleg vegna þess að koma þurfi stórum byggingarkrana fyrir á byggingarsvæðinu.

Ennfremur hefur Fjörður óskað eftir því að hluta götunnar verði lokað fyrir umferð ökutækja í 1-2 ár og akstursleið um hana færð. Í beiðninni segir að nú sé verið að vinna við 8.700 fermetra viðbyggingu við Fjarðargötu 13-15 sem er næsta gata við Strandgötu. Aðkoma að framkvæmdasvæðinu er sögð erfið og þröng. Til að tryggja öryggi vegfaranda og starfsmanna framkvæmdaaðila sé þess vegna óskað eftir þessari lokun. Einnig er óskað eftir því að einstefnu um Gunnarssund verði snúið við og þannig mynduð hjáleið vegna lokunarinnar fyrir framan verslun Pennans-Eymundsson við Strandgötu 31.

Í beiðninni segir að bílastæði við Strandgötu 31-33 muni óhjákvæmilega leggjast af á meðan lokuninni stendur en að önnur bílastæði muni standa óhreyfð en akstur úr þeim verði flóknari en áður.

Gert er ráð fyrir að lokunin standi til vorsins 2025 en skoðað verði vorið 2024 hvort minnka megi umfang hennar.

Tekið er fram að umferð gangandi vegfarenda verði óhindruð á norðurhluta Strandgötu.

Bæjarráð Hafnarfjarðar komst að þeirri niðurstöðu á fundinum í gær að vísa þessari beiðni Fjarðar, um lokun hluta Strandgötu í allt að 2 ár, til afgreiðslu á umhverfis- og framkvæmdasviði bæjarins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“