fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Listaverki eftir Ladda stolið

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 19:38

Laddi. Mynd: DV/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listaverki eftir listamanninn þjóðkunna Ladda var stolið úr fyrirtækinu Heilsuhofið sem stendur við Kaupvangsstræti á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins býður það m.a. upp á margs konar líkamsmeðferðir sem hugsaðar eru til heilsueflingar eins og t.d. nudd og örnálameðferð.

Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins kemur ekki fram nákvæmlega hvenær er talið að verkinu hafi verið stolið eða hvað verkið heitir en í færslunni segir:

„Sá leiðinlegi atburður átti sér stað að þessari mynd eftir Ladda var stolið frá okkur hérna í Heilsuhofinu. Ef einhver hefur tekið eftir einhverjum/einhverri að bera út málverk hjá Subway eða bakvið hjá Hárgreiðslustofunni Design þar sem bílastæðin eru megið endilega láta okkur eða Lögreglan á Norðurlandi eystra vita.“

Í færslunni er einnig tekið fram að ef þjófurinn skilar verkinu áður en það verður um seinan verði engir eftirmálar af hálfu fyrirtækisins.

„Ef þú sem tókst hana sérð þetta þá máttu endilega skila henni og engir eftirmálar verða. Þá myndi ég gera það áður en lögreglan verður búin að fara yfir allar myndavélar og sjá hver þú ert.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“